Verkföll - fyrr og nú.

Helga Vala Helgadóttir lýkur aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu á þessum orðum:


,,Við í Sam­fylk­ing­unni höf­um lagt til marg­vís­leg­ar breyt­ing­ar til tekju­jöfnuðar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir hafa því miður fellt. Má þar nefna hækk­un barna­bóta, sem í dag eru lík­ari fá­tækra­styrk en raun­veru­leg­um stuðningi, hækk­un vaxta­bóta og síðast en ekki síst hækk­un skatta á þá sem eru á of­ur­laun­um. All­ar þess­ar aðgerðir gagn­ast til að jafna kjör fólks­ins í land­inu. Slíku sam­fé­lagi vegn­ar best."
Hefði ef til vill verið betra að taka undir þessar tillögur Samfylkingarinnar og hrinda þeim í framkvæmd?

Ýmislegt var gert í tengslum við ,,Lífskjarasamningana", en hefur augljóslega ekki verið nóg, og ekki gert í nægjanlega víðtæku samráði við félög fólks á vinnumarkaði, sem eru fleiri með lausa samninga en margan hefði grunað.

Mörgum sem utan standa, finnst sem verkalýðsbaráttan sé komin á nýtt form og annað stig en áður var.

Sem dæmi um það má taka aðsenda grein í Kjarnanum þar sem formaður Eflingar heldur því fram, að:

,,Núna stendur Reykja­vík­ur­borg í stríði við starfs­fólk sitt því að þau vilja ekki semja um eðli­lega launa­leið­rétt­ingu í kjara­við­ræð­um."

Virðist ekki gera sér grein fyrir muninum á verkfalli og verkbanni.

Því má við bæta að þjóðin horfði á, í fréttum Sjónvarps í gærkvöldi á að ruðst var inn á fund sem var haldinn í Reykjavík og voru þau sem það gerðu, með það sem einhverarntíma hefði verið kallað skrílslæti.

Það er vandi að standa í kjarabaráttu og ekki sama hvernig gengið er fram, og það situr enn í mörgu eldra fólki sem man tímana tvenna, þegar sest var á bryggjupollana í Reykjavíkurhöfn til að hindra að farmenn, sem voru langt að komnir kæmust heim til sín og sinna.

Og ekki er langt síðan ég var minntur á, þegar hindrað var í verkfalli, að mjólk gæti borist til þéttbýlisins við Faxaflóa.

Þetta eru gömul dæmi sem gerðust fyrir löngu; eru víti til varnaðar og sýna að best er að berjast málefnalega í orði og í æði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband