Gestir í borg?

Borgarfulltrúi Miðflokksins greiddi einn atkvæði á móti tillögu um að borgarstjórn beitti sér fyrir stofnun heimavistar á höfuðborgarsvæðinu.

Margir skólar sem fólk þarf að sækja eru á svæðinu og nægir að nefna háskólana og Sjómannaskólann.

Háskólar eru reyndar líka allt frá Eyjafirði vestur um og til Borarfjarðar og kannski gleymir ritari einhverju í því efni. Landbúnaðarháskólar eru a.m.k. tveir og ekki mun af veita í okkar fjölmenna samfélagi.

Háskóli er á Akureyri og í Bifröst...

Leiðangur Miðflokksins og Flokks fólksins inn í íslensk stjórnmál er óljós og þó: Miðflokkurinn er á móti flestu, góðu sem illu og sérstaklega mikið á móti Orkupakka 3, svo því sé nú haldið til haga.

Flokkur fólksins er að mestu ein manneskja sem heldur í sífellu nær sömu ræðuna af miklum æsingi og orðgnótt.

Nú eru þessir fræknu stjórnmálamenn flokkanna tveggja búnir að segja þjóðinni hverjir þeir eru og þeir eru sem sé ekki góðir heim að sækja.

Menntun landsbyggðarfólksins er þeim ekki ofarlega í huga og hver átti svo sem von á því?

Að koma til dyranna eins og maður er klæddur er talið vera gott.

Nú vitum við þó það, að gestrisni er ekki ofarlega á stefnuskrá flokkanna tveggja.


mbl.is Vigdís kaus ein gegn stofnun heimavistar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband