Þorlákshöfn/Landeyjahöfn

Flutningaskip eru farin að sigla vikulega milli Þorlákshafnar og Hirtshals, hafnarinnar sem Vestmanneyingar vilja ekki sigla til.

Það tekur Herjólf um 2 klukkustundir og 45 mínútur að sigla á milli Heimaeyjar og Þorlákshafnar en rétt innan við hálftíma að sigla til Landeyjahafnar.

Þegar þangað er komið tekur við langur akstur til Reykjavíkur, en gera má ráð fyrir að flestir séu á leið þangað, u.þ.b. rúmlega klukkutíma lengri akstur en frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur.

Sé ætlunin að fara í flug til útlanda frá Keflavíkurflugvelli er greið leið eftir Suðurstrandarveginum frá Þorlákshöfn.

Landeyjahöfn helst illa opin, enda byggð út í hafið á svæði þar sem er mikill sandburður og öldugangur og varasamt er fyrir þá sem langar til að sækja Vestmanneyinga heim, að skilja bíla sína eftir við Landeyjahöfn vegna hættu á sandfokstjóni, auk þess sem ekki er því að treysta, að skipið sigli til sömu hafnar þegar farið er til baka.

Það sem er jákvætt í þessu dæmi er að sjóleiðin milli Landeyjahafnar og Heimaeyjar er svo stutt að tæpast er hægt að ná því að finna til sjóveiki, sem vissulega er kostur.

Því miður fellur oftast saman að þegar mest hætta er á sjóveiki er skemmri leiðin nær örugglega ófær vegna lokunar hafnarinnar í Landeyjum og að þegar höfnin er opin er lítil hætta á umtalsverðri sjóveiki á leiðinni til Þorlákshafnar!

Gífurlegur kostnaður fylgir því að halda Landeyjahöfn opinni, þ.e.a.s. þegar það tekst.

Er ekki eðlilegt að spyrja hvort þetta dæmi gangi upp?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband