7.1.2020 | 08:06
Umfjöllun um Qasem Soleimani.
Á mbl.is er greinargóð umfjöllun um manninn sem var svo hættulegur að mati forseta Bandaríkjanna að taka varð af lífi - úr launsátri. Auk hans létust ýmsir aðrir sem minni umfjöllun hafa hlotið.
Fréttir berast af því að forseti Ísraels sé að vinna í því að ,,fjarlægja" ríki sitt frá þessum atburði.
Írakar kunna Bandaríkjunum litlar þakkir fyrir slíka vanvirðingu á fullveldi landsins.
Og svo mun um fleiri, en umfjöllun Morgunblaðsins er þess virði fyrir áhugasama um atburði líðandi stundar að lesa.
Hetja eða hryðjuverkamaður? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Ingimundur
Þessi umfjöllun á mbl.is á margt sameiginlegt með Rothschild Reuters og Rothschild Associated Press, og þetta er alls ekki greinagóð umfjöllun. Í þessu áróðursstríði sem að MBL tekur þátt í, þá er passað sérstaklega vel uppá að minnast ekki á, að hann Qasem Soleimani vann og starfaði með Bandaríkjamönnum í hinu svokallaða stríð gegn ISIS (Col. Lawrence Wilkerson: Qassem Soleimani Worked with U.S. in Fight Against Taliban & ISIS), því allt svoleiðis sem að hann var orðinn frægur fyrir í Íran, Sýrlandi og Írak má alls ekki minnast á núna hérna á vesturlöndum (General Qassem Soleiman saved Christian lives in Syria and Iraq). Því þarf eftir þessa árás að reyna demonize-a hann Qasem Soleimani niður til að réttlæta þannig þessa aftöku, ekki satt?
Þá er líka sérstaklega vel passað uppá það að minnast ekki á, að hann Soleimani hafi verið með Írönskum embættismönnum á leiðinni að hefja friðarviðræður við Saudi Araba þarna í Írak (Iran Soleimani was in Iraq to discuss relations with Saudi), þar sem að fimm Írakar ásamt honum Soleimani voru allir teknir af lífi í þessari áraás Bandaríkjamanna.
Í dag þá sjá yfirvöld í Bandaríkjum sig knúna til að koma með nýjar- og óþekktar sögur um Qasem Soleimani (eða lygar um hann). Það er eins og það má alls ekki tala um þessa fimm Íraka er Bandaríkjamenn myrtu í þessari árás, hvað þá minnast einu orði á Írakann commander Abu Mahdi al-Muhandis er Bandaríkjamenn myrtu einnig í þessari árás, og/eða hvers vegna Írakar vilja Bandaríkjamenn burt.
KV.
Þorsteinn Sch Thorsteinsson, 7.1.2020 kl. 17:43
Sæll og takk fyrir Þorsteinn Sch. Thorsteinsson.
Mér sýnist það vera orðið ,,greinargóð" sem ég hefði ef til vill ekki að nota, umfjöllun er líklega ekki ,,greinargóð" nema að hún sé fullkomin og taki á öllu.
Mbk
Ingimundur.
Ingimundur Bergmann, 9.1.2020 kl. 16:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.