Hundahald í Hvíta húsinu

Fjallað er um bitvarg sem hafður var og er(?) í Hvíta húsinu í Washingthon. í Morgunblaði dagsins.

Málið hefur verið í fréttum áður og snýst um hundahald Biden forseta, en þótt maður hafi gengið undir manns hönd til að koma vitinu fyrir hinn bitglaða hund, hefur það ekki tekist.

Skjámynd 2024-02-22 055024Svo er að skilja sem skepnan hafi frekar litla lyst á húsbónda sínum og bíti því frekar saklausa starfsmenn sem á vegi hans verða.

Biden var sem sagt, ekki bitinn af vini sínum, samkvæmt því sem fram kemur í fréttinni, en margt er það annað sem plagar á því heimili.

Kosningar eru framundan í Bandaríkjunum og Biden hefur bitið það í sig, að hann sé ómissandi en það eru ekki allir sammála um að svo sé og sem eðlilegt er, þá telja andstæðingar hans í pólitíkinni þar vestra, að annar kostur sé betri.

Það er vart hægt að segja það og enn síður prenta, að sá sem keppi við forsetann núverandi, sé góður kostur fyrir Bandaríkin, eða heimsbyggðina og hvers vegna skyldi það nú vera?

Sá skrautlegi gaur, sem bíður sig fram fyrir Republikana stendur nokkuð vandræðalítið í lappirnar og man sumt af því sem hann hefur sagt, þó margt sé og sumt af því æði skrautlegt.

Er að vísu enginn sérstök siðferðisfyrirmynd, en líklega vegna þess hve hann er skrautlegur, kjaftfor og uppátektasamur, virkar hann sem ferskur andi  (Púki?)inn í uppákomurnar og uppslættina sem einkenna slaginn um það hver skuli verða forseti þar vestra næstu fjögur árin.

Við bíðum og sjáum til hvernig fer, varðandi val Bandaríkjamanna á leiðtoga fyrir þjóðir sínar.

Fátt bendir til að annað verði í boði þar vestra en karlarnir tveir sem hér hafa verið nefndir, annar með ,,hundshaus" og hinn með raunverulegan hund til að leita ráða hjá í raunum lífsins og embættisins.

Við bíðum spennt eftir framhaldi málsins!

Myndin er fengin úr frétt Morgunblaðsins.

 


mbl.is Vandamálið umfangsmeira en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband