Hvernig var staðið að því að sprengja lagnirnar og hverjir voru að verki?

Þann 25. ágúst 2025, var og er enn grein í vefmiðlinum Russya Today, þar sem velt er upp ýmslum hliðum þess hvernig hægt hafi verið að sprengja leiðslurnar á eins árangurríkan hátt og gert var.

Skjámynd 2025-08-26 065713Búið er að handsama mann sem til stendur að rétta yfir á Ítalíu vegna málsins, en gátan er enn óleyst segir á RT.

Málið kemst aftur í fréttir vegna þess að handsamaður var Úkraíni sem mun heita Kuznetsov, sem til stendur að framselja til Þýskalands vegna málsins en því er haldið fram að hann hafi verið stjórnandi sex manna hóps sem framdi skemmdarverkið.

,,Þetta er fyrsta handtakan í máli sem almennt er litið á sem eitt stærsta dæmi um skemmdarverk í iðnaði í Evrópu síðan í síðari heimsstyrjöldinni. Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland hófu rannsóknir á málinu, en fyrstu tveimur rannsóknum þeirra landa lauk án þess að neinn þeirra sem grunaðir voru um verknaðinn væri nafngreindur.“

Segir í grein RT.

Rússar eiga 51% hlut í Gazprom, sem ræður meirihluta í Nord Stream One og 100% í Nord Stream 2, en þeir fengu þó hvergi að koma nærri rannsókn málsins og ,,hefur þeim ítrekað verið neitað um aðgang að sönnunargögnunum„, segir þar.

Hvað út úr réttarhöldunum yfir Úkraínanum kemur á eftir að koma í ljós en hinn rússneski miðill kafar dýpra í málið og segir spurningar hafa vaknað.

Rifjuð er upp sagan af því, að fólk á skútunni ,,Andromedu“ hafi siglt með sprengiefni út á Eystrasaltið og kafað sísvona með það niður að leiðslunum, komið fyrir kveikibúnaði, forðað sér síðan og siglt á brott.

Við erum ekki stödd í ,,Þúsund og einni nótt“ og það er trúlega ekki mjög líklegt að fólk af götunni taki sig til og vinni verk af þessu tagi, því til þess þarf bæði kunnáttu og búnað.

Köfun niður á 80 metra dýpi er ekki eins og að kafa niður í botn á djúpu löginni í sundlaugunum!

Það er sannarlega hægt að taka undir með hinum rússneska miðli, að líkur á að svona hafi verið staðið að verki eru ekki miklar.

Því mun hafa verið haldið fram að Zelensky hafi gefið grænt ljós á verknaðinn en hvort svo hefur verið, skiptir væntanlega ekki nokkru máli ef lýsingin á verkinu stenst skoðun.

Zelensky kann að vera góður í að spila á píanó á sviði og að leika forseta ríkis á heljarþröm en lítið hefur spurst út um þekkingu hans á raungreinum.

Ein kenningin í þessu máli er, að Rússar hafi staðið sjálfir að sprengingunni en ekki er það nú líklegt, því hvers vegna að lóga einni bestu mjólkurkúnni í fjósinu þegar hún er enn í góðri nyt og getur haldið áfram að vera það um langan tíma?

Ýmsar kenningar hafa verið á lofti um hvað hafi gerst og hverjir hafi verið að verki en að hið úkraínska par hafi sisvona hoppað upp í skútu og stungið sér í froskbúningi niður á 80 metra dýpi til að koma fyrir umtalsverðu magni af sprengiefni með tímastillingu er ótrúlegt.

Að þau hafi síðan brunað upp á yfirborðið og látið sig hverfa hið snarasta án þess að nokkur tæki eftir bramboltinu er enn ótrúlegra.

Hvort sannleikurinn kemur í ljós, í ,,réttarhöldunum“ sem til stendur að halda er vægast sagt ólíklegt en það verður fróðlegt að fylgjast með ,,sýningunni“.


Pistillinn sem gleymdist: Höldum í vonina

Selenski segir Putinn hafa unnið sigur, segir í frétt R.T. Líklega vegna þess að sá síðarnefndi mun hitta Trump í Alaska til að ræða málin. M.ö.o. það er sigur að hitta Trump!

Skjámynd 2025-08-10 074035Myndir sem sýna stöðuna eins og hún var nýlega, auk tveggja karla að spjalli!

Það er að mati þess sem þetta ritar, betra en ekki að þeir félagar hittist og ræði málin og eitt sinn var Alaska rússneskt, eða þangað til að blankur(?) rússneskur keisari seldi Bandaríkjunum það.

Vonandi kemur eitthvað gott út úr fundinum og ef það fer svo, þá er það vafalaust vegna þess að Zelensky verður ekki á staðnum, en ekki þrátt fyrir það.

Hann hefur lýst því yfir, að krafa Úkraína sé að Donbass verði allt lagt undir Úkraínu og Krímskagi líka!

Það er erfitt að sjá, að við þeim kröfum verði orðið en það má alltaf láta sig dreyma.

Íbúarnir á svæðinu kusu lausn frá úkraínskum yfirráðum og ef til vill væri réttara að segja:

Kusu að vera hluti af Rússlandi, frekar en að tilheyra Úkraínu, sem segir okkur, að ekki fóru tilburðir Úkraína til að sölsa undir sig svæðið, vel í íbúana á svæðinu.

Þeir sem nenna, geta kynnt sér hvað gekk á í austurhéruðum Úkraínu áður en Rússar ákváðu að grípa í taumana.

Það má gera ráð fyrir að það hafi ekki verið auðveld ákvörðun að taka af hálfu Rússa að ráðast inn í landið, enda munum við eftir því að viðvaranir streymdu frá Rússlandi til Úkraínu, áður en gripið var til þess ráðs.

Á þær viðvaranir var ekki hlustað og því er svo komið, að Rússland er enn einu sinni í stríði.

Krímskaginn er eitt þeirra svæða sem deilt hefur verið um í aldir og hafa Tyrkir, Frakkar. Bretar og kannski fleiri, reynt sem þeir gátu til að sölsa skagann undir sig.

Það hefur stundum tekist og stundum ekki og vel getur verið að ritari gleymi einhverjum sem ættu að vera með í upptalningunni!

Hvað sem því líður, þá vonum við að forsetarnir tveir nái að ræða málin til lausnar og þó vonin sé dauf, þá eru orð til alls fyrst og oftast er betra að rætt sé saman um ágreiningsmál.

Eins og sjá má er þetta pistill sem ,,legið hefur í salti" og gleymst þar til nú!


Hin endanlega þöggun?

Fréttaveitan Al Jazeera segir frá drápum Ísraelshers á fréttamönnum stöðvarinnar.

Skjámynd 2025-08-11 063301Menn afla sér ekki vinsælda, með því að segja frá því sem er að gerast á Gaza og við munum t.d. eftir sænskri stúlku og félögum hennar sem ætluðu að færa sveltandi fólki á svæðinu mat.

Hún var ekki drepin og samkvæmt því sem fréttst hefur, ætlar hún og félagar hennar að reyna aftur.

Tilgangsleysi slíkra ferða er vitaskuld algjört og þó ekki, því viðbrögð Ísraela sýna að eitthvað er að fela en við vitum ekki hvað það er, því allir sem vita vilja, vita um hátterni hins ísraelska hers.

Hér verður því ekki haldið fram, að Hamasliðar séu til fyrirmyndar í sinni framgöngu en þeir hafa þó það til síns máls, að það er verið að ræna fólkið sem þeir berjast fyrir, landi sínu og lifibrauði og lífsafkomunni allri.

Trump hefur lausn á þessu eins og flestu öðru og að hans mati felst hin endanlega lausn í því, að hreinsa Gaza af öllum arabískum íbúum og koma þeim ,,eitthvað annað“, því þá verður hægt að breyta svæðinu í sólstrandarparadís fyrir vestræna og sólþyrsta, til að baða sig á.

Ekkert hefur fréttst af þessari ,,endanlegu lausn“ um talsverðan tíma og ef til vill hefur karlinn talið að hin ,,endanlega lausn“ fælist í því að hitta Putin og reyna að stilla til friðar á austur- evrópsku landsvæði.

Það ætlar hann að gera og ef til vill munu þær Þorgerður og Þórdís leggja þar hönd á friðarplóg.

Þær eru svo góðar í því!!


Niðurstaða skoðanakönnunar

Í skoðanakönnun sem Gallup gerði, kom í ljós að vilji almennings í Úkraínu er, að komið verði á friði og að styrjöldinni sem nú er ljúki.

Skjámynd 2025-08-09 062029Svo sem sjá má hefur stuðningur við stríðsreksturinn minnkað verulega og áhugi fyrir að friður komist á með samningaviðræðum hefur aukist að sama skapi, frá því sem var árið 2022.

Niðurstöðurnar eru eftirfarandi: Þó að flestir Úkraínumenn séu tilbúnir til að sjá fyrir endann á bardögunum, þá búast fáir við því, að þeim ljúki fljótlega.

Almenningur í Úkraínu sér helst fyrir sér, að það verði ESB, Bretland og Bandaríkin sem komi til með að binda enda á stríðið.

Jákvæðni gagnvart Bandaríkjunum hefur minnkað.

Vonir íbúanna um skjóta aðild að NATO er ekki sérlega miklar, því aðeins um 32% þeirra sem spurðir voru, reiknuðu með að landið fengi aðild að NATO á næsta áratug.

TenUkrainians-Now-Less-Hopeful-of-Quick-Acceptance-Into-EUgill inn á umfjöllun Gallup er í upphafi þessa pistils og þar geta þeir sem áhuga hafa, skoðað niðurstöðurnar betur.

Þar eru líka fleiri myndir sem hægt er að skoða.

Vefmiðillinn Þjóðólfur fjallar ítarlegar um könnunina og þar rakst ritari fyrst á hana. 


Ég má það ef ég get það

Hún man tímana tvenna og segir frá því sem hún upplifði: Klukkan 08:15 þann 6. ágúst 1945, þegar kjarnorkusprengja féll eins og steinn af himni yfir Hiroshima, þegar Lee Jung-soon var á leið í grunnskóla.

Skjámynd 2025-08-05 064336Hin nú 88 ára gamla kona, veifar höndunum eins og hún sé að reyna að ýta minningunni frá sér.

"Faðir minn var að fara í vinnuna en hann kom skyndilega hlaupandi til baka og sagði okkur að fara strax," rifjar hún upp.

"Þeir segja að göturnar hafi verið fullar af látnu fólki – en mér var svo brugðið að það eina sem ég man eftir er gráturinn".

,,Ég grét bara og grét."

Lík fórnarlambanna ,,brunnu svo aðeins augu þeirra sáust," segir Lee, þegar sprenging sem jafngildir 15.000 tonnum af TNT var varpað á 420.000 manna borg.

Það sem eftir stóð í kjölfarinu voru lík sem voru of illa farin til að hægt væri að bera kennsl á þau. "Kjarnorkusprengjan... Þetta er svo ógnvekjandi vopn."

Og í dag er verið að gæla við kjarnorkuvopn og það er sama ríkið og það eina, sem hefur beitt þeim sem gerir það.

Þeir segjast hafa siglt tveimur kjarnorkukafbátum nær Rússlandi, væntanlega til að reyna að þvinga Rússa til að láta undan ,,stjórn" Úkraínu.

Þeir sem nú hóta beitingu kjarnorkuvopna eru sömu þjóðar og sú eina sem hefur beitt þeim á aðra þjóð, að því frádregnu hvernig yfirgangur og skeytingarleysi hefur ráðið för í tilraunum með þessi vopn á Kyrrahafseyju.

Ég má það ef ég get það, er leiðarstefið sem farið er eftir og þeirra er mátturinn en tæpast dýrðin, enda stríðsslóðin löng.

Þeir sviku samninginn sem gerður var í Höfða, samning sem kynti undir bjartsýni um að friður og kyrrð gæti orðið í kjölfar þess að þjóðirnar tvær sammæltust um friðarviðleitni sem ekki byggðist á ógnarjafnvægi.

Eitt er það þó sem gengur sæmilega og það er samstarf um rekstur alþjóðlegu geimstöðvarinnar svokölluðu, en um árabil þurftu Bandaríkin að treysta ,,vinum" sínum Rússum fyrir því að flytja áhafnir til og frá geimstöðinni.

Á því er orðin breyting, þar sem rakettur Musks einkafjandvinar Trumps virka orðið, þannig að fyrir nokkrum dögum tókst að skipta um áhöfn án vandræða, svo vitað sé.

Hvort á því verður framhald er ekki gott að segja; jafnvægi forseta Bandaríkjanna er lítið sem ekkert og hann virðist tala án þess að hugsa, ef hann getur þá hugsað einhverja eðlilega og sæmilega rökrétta hugsun.

,,Oft ratast kjöftugum satt á munn" segir í íslensku máltæki en í tilfelli Trumps er í mesta lagi hægt að segja að það komi einstöku sinnum fyrir.

Þetta er veruleikinn sem við búum við í heimsmálunum og óvissan hefur ekki verið meiri í langan tíma.

Að kjarnorkuveldi hóti öðru kjarnorkuveldi, þó ekki sé nema undir rós er vítavert og ýtir heimsbyggðinni út á brún hyldýpis.


Framtíð þjóðar

Þjóð sem stækkar ört þarf að hafa í huga að nýta þær auðlindir sem hún býr yfir en þau eru til, sem vilja það ekki af hugsjónaástæðum.

Skjámynd 2025-07-28 142729Við voru svo heppin að efnt var til kosninga - sem vitanlega hefði átt að gera mun fyrr - og niðurstaðan varð, að flokkur sem flæktur var í óraunhæfu hugsjónabrölti féll út af þingi.

Því miður gerðist ekki það sama með flokk sem heitir því öfugnefni ,,Framsóknarflokkur", en allt gæti það staðið til bóta á góðum kosningadegi.

Á Alþingi er einnig annað flokksapparat sem kallar sig Miðflokk, svo furðulegt sem það er, því flokkurinn sem hann er klofinn út úr, kallar sig ,,framsóknar" nafninu og hefur einnig haldið því fram, að hann sé í miðju stjórnmálanna.

Báðir þessir flokkar eru augljósir afturhaldsflokkar, sem eru á móti flestu sem til framfara horfir og því er það, að reikna mátti með því að þeir séu á móti olíuvinnslu við land okkar, þó ekki væri nema vegna þess að um nýjung yrði að ræða, ef af yrði sem alls ekki er víst.

Svo ólíklegt sem það er, að í grennd við Ísland finnist vinnanleg olía, þá eru þeir á ,,á móti", sama hvað!

Olía jarmar ekki, fer ekki á beit og þaðan af síður upp á fjöll, nema hún sé flutt þangað og því er vinna við vinnslu hennar ekki af hinu góða, heldur þveröfugt í hugum framsóknarflokkanna tveggja.

Fé er sauðfé í þeirra hugum og það er jafnvel svooo gott að það getur verið eftirsóknarvert að éta það hrátt!

Við hin sem sjóðum, steikjum og snæðum síðan, bíðum og sjáum hvað setur og ef einhvern langar til að kanna hvort olía finnist í vinnanlegu magni í grennd við landið, látum við áhyggjurnar bíða, þangað til að ástæða er til að taka þær þaðan sem þær eru geymdar.

Fyrir fram áhyggjurnar féllu út af þingi með flokknum Vinstri grænum, sem stofnaður var til ræktunar þeirra, en smitið virðist hafa setið eftir.

,,Ætli ekki sé hægt að fá pillur við þessu", spurði stundum maður sem ritar þekkti og sem horfinn er yfir á annað tilverusvið.

Hver veit og finnist slíkar pillur gætu viðkomandi skellt í sig eins og einni og farið að sjá til sólar.


Tíminn og Framsókn

Það munu vera a.m.k. tvær hliðar á Framsókn og því er spurning hvort verandi er í flokknum fyrir þau sem ekki eru tvöföld í roðinu. Flokki sem þekktur er fyrir að fylgjast frekar lítið með tímanum.

Og er þá ekki átt við dagblaðið sem flokkurinn hélt úti áður fyrr.

Screenshot_21-7-2025_73115_www.mbl.isVið sjáum að konan sem vildi verða forseti er að hugsa sinn gang en formaður Framsóknarflokksins er í framsóknarfýlu, samkvæmt því sem lesa má út úr teikningu Ívars, sem teiknar fyrir Morgunblaðið.

Flokkurinn tók þátt í málþófi sem haldið var úti af stjórnarandstöðunni á Alþingi.

Flokkunum sem þátt tóku til vandræða og flestum öðrum til leiðinda.

Þófinu lauk með beitingu ,,kjarnorkuákvæðis" fundarskapa þingsins og vegna þess að það var gert, eru sumir komnir fýlu og verða þar væntanlega um langan tíma, hafi þeir ekki verið það fyrir.

Hríðin er gengin yfir og raddböndin eru í hvíld, en ólundin fer ekki strax!

Flokkurinn sem í nafni sínu segist sækja fram stendur ekki undir nafni, því hann stendur í stað og/eða leitar til fortíðar.

Þjóðin hefur fylgst með ,,þófinu" sem var en er gengið yfir eftir að tekið var í taumana og þannig er það, að ef klárinn tekur upp á því að hlaupa stjórnlaust, þá þarf knapinn að taka í taumana með viðeigandi gætni og þá róast hann með tímanum.

Það er að segja, ef hann þá hendir knapanum ekki af baki.

Blæs mæðinni, vindurinn fer úr og með tímanum verða hann og knapinn vinir.

Hvernig fer fyrir Framsókn vitum við ekki en líklegast er að hún jafni sig, ... með tímanum.


ESB eða ekki

Hvort Ísland eigi að sækja um inngöngu í ESB eða ekki, er til umræðu í fjölmiðlum eftir að Ursula Von der Layen heimsótti landið okkar.

Ritara var bent á að hann ætti gamla mynd sem hefði með ESB að gera og Skjámynd 2025-07-18 114807hér sést hún í allri sinni dýrð.

Síðan þessi mynd var gerð hefur margt breyst og ESB hefur breyst líka og það svo að mörgum finnst sem það hafi þróast í átt til þess að vera hernaðarbandalag, auk þess að vera bandalag um viðskipti milli landa.

Er það, það sem við þurfum á að halda, að til verði enn eitt hernaðarbandalagið og að við verðum þátttakendur í því?

Hernaðarbandalögin verða ekki öll talin upp hér en eins og kunnugt er þá er Ísland í Atlantshafsbandalaginu sem nær yfir Evrópu vestanverða og til og með Norður Ameríku.

Síðan eru nokkur önnur bandalög sem okkur koma ekki við á meðan friður ríkir.

Þannig er með friðinn eins og flest annað að ,,það veldur hver á heldur" og því miður man ritari varla eftir þeim tímum að friður hafi verið vítt um veröld alla.

Stjórnarandstaðan íslenska og friðsama(?) hefur miklar áhyggjur af því að ríkisstjórnin ætli sér að troða landi okkar og þjóð inn í ESB.

ESB átti að vera efnahagsbandalag þjóða en hefur í seinni tíð þróast yfir í að vera einhverskonar hernaðarmaskína og má rekja það m.a. til ófriðarins sem er á milli Rússa og Úkraína.

Úkraína er samt ekki í ESB svo vitað sé en framleiðir gott korn á góðum degi, auk þess sem hún býr yfir auðlindum í jörðu, svo sem fram hefur komið og Trump nokkur hefur sýnt ómældan áhuga á.

Ekki rekur ritara minni til að vestrænir ráðamenn hafi sýnt og/eða haft áhyggjur af þeim auðlindum á þeim tímum þegar Úkraínar sáu einir um að halda uppi ófriði á Donbas svæðinu.

Það var ekki fyrr en Rússar tóku upp á því að reyna að stöðva manndrápin með öðrum manndrápum, að hinir vorgrænu í vestri vöknuðu til lífsins og dauðans og ákváðu að styðja hina góðu ,,Úkraínu" í stríðinu við hina ,,vondu" Rússa.

Og þannig er staðan, að barist er um héruðin sem vildu vera sjálfstjórnarhéruð af ,,Úkraínum" sem vilja tilheyra ESB og hallast til vesturs, gegn ,,Úkraínum" sem vilja fá að vera ú friði með sín mál og njóta stuðnings og samstarfs við Rússa.

Þetta er bæði flókin og einföld staða og allt hefði gengið vel ef úkraínsk ófriðaröfl og önnur slík í vestri, hefðu getað verið til friðs.

En nóg af þessu.

Það er sem hinir sumarblómstrandi ráðherrar íslensku þjóðarinnar séu farnir að daðra við ESB-ið varðandi hernaðarsamstarf og væntanlega einnig viðskiptasamband í leiðinni og þá þurfa íslenskir bændur að fara að skoða sinn hag.

Því verður vart trúað að þær, sem og fyrri ríkisstjórnarherrar og frúr, hafi gleymt því að Ísland er í NATO og er með varnarsamning við Bandaríkin.

Er það ekki nóg í bili og þarf nokkuð að gera hosur sínar grænar fyrir ófriðaröflum af öðru tagi eða vilja þær kannski endurvekja Varsjárbandalagið og ganga í það líka?

Sé svo, þurfa þær væntanlega að banka upp á í Kreml og ræða málin við þarlenda ráðamenn en gangi þær svo langt, þá er Trump að mæta og væntanlega einnig Úrsúlu hinni miklu.


Að finna sér annan stað til að vera á getur verið góður kostur

Í Morgunblaði dagsins rekst ritari á frásögn af því að fyrrverandi forsetaframbjóðandi hafi tjáð sig á samfélagsmiðli og að verið geti, að hann sé á leið út úr Framsóknarflokknum.

Skjámynd 2025-07-18 072738Myndin er úr frétt Morgunblaðsins.

Í forsetakosningunum var Halla Hrund Logadóttir í framboði og kom fram á framboðsfundum og sá sem þetta ritar var á einum slíkum.

Þar talaði hún af yfirvegun til fundargesta, kom vel fyrir og mörgum þótti hún álitlegur kostur til embættisins.

Hún starfaði áður á sviði orkumála og eins og við vitum þarf til þess rökhugsun og því var það, að við vorum mörg sem vorum tilbúin til að styðja hana til forsetaembættisins.

Þannig fór að önnur kona var kosin til embættisins og er fátt við því að segja, því þannig er lýðræðið að sá nær kjöri sem mest fylgi fær.

Á fundinum hafði ritari ekki gert sér grein fyrir að um framsóknarkonu væri að ræða og því fór svo, að honum leyst einna best á nota rétt sinn með því að kjósa Höllu.

Þarna skaust mér heldur betur hugsaði hann síðar, þegar í ljós kom að Halla var ekki hætt í framboði og bauð sig fram til alþingis á vegum Framsóknarflokksins!

Öllum getur víst yfirsést og nú er komið í ljós að Halla finnur sig ekki í stjórnarandstöðunni og skyldi engan undra, sé haft í huga hve illa hún hefur farið út af sporinu að undanförnu.

Öll eigum við leiðréttingu orða okkar og styrkur felst í því að skipta um skoðun ef komist er að þeirri niðurstöðu, að maður hafi haft rangt fyrir sér og þrátt fyrir að í Framsóknarflokknum sé margt ágætisfólk, þá má efast um að framtíð íslenskrar þjóðar sé þar.

Þar með er ekki sagt að fortíðin ein ráði í þeim flokki en að gott pláss sé þar fyrir framtíðina er frekar hæpið, svo vægt sé orðað.

Því er það eðlilegt að sá sem leitað hefur sér fjöru í þeim flokki, snúi sér annað og gott til þess að hugsa að rökhugsandi fólk finni sér annan stað til að vera á.

Við gætum því breytt yfirskrift fréttarinnar og haft hana svona:

Stigið í væng við framtíðina!


Flutningar með skipum eða bílum

Í Bændablaðinu rekst ritari á grein um flutninga, annarsvegar á landi og hins vegar á sjó.

Skjámynd 2025-07-15 082711Myndin sýnir flutningaskip fá Eimskip.

Það hefur lengi verið áhugamál ritara að siglingum umhverfis landið verði haldið áfram og að þar með yrði haldið áfram að flytja vörur til og frá landsbyggðinni með skipum eins og gert var og er enn.

Man hann þá tíð af eigin reynslu, að strandsiglingar voru stundaðar af tveimur skipafélögum.

Skipafélögum sem hann starfaði hjá báðum, á sínum tíma.

Flutningunum var hagað þannig, að siglt var með vörur frá Reykjavík vestur um og allt til Þórshafnar, með viðkomum í hafnir eftir því sem þörf krafði.

Á leiðinni til Reykjavíkur eftir að snúið hafði verið við eftir t.d. viðkomu í Þórshöfn voru síðan teknar vörur í höfnum á heimleiðinni, sem koma þurfti til Reykjavíkur í veg fyrir millilandaskipin.

Gámar voru notaðir bæði fyrir t.d. frosnar fiskafurðir og kældar en einnig fyrir aðrar vörur, sem ekki þörfnuðust kælingar eða frystingar.

Félögin sem um ræðir voru annarsvegar Eimskip og hins vegar Samskip og bæði voru þau með skip í siglinum annarsvegar vestur og norður um og hins vegar suður og austur um, frá og til Reykjavíkur.

Vörur voru fluttar til landsbyggðarinnar og framleiðslan sem oftast var frysti eða kælivara var flutt frá landsbyggðinni til Reykjavíkur í veg fyrir skipin sem voru í millilandasiglingunum, skipin sem skiluðu þeim síðan til erlendra hafna.

Það segir sig sjálft að þessar siglingar léttu miklu álagi af vegakerfi landsins og því er ekki gott til þess að vita, að til standi að draga úr strandsiglingunum.

Getur verið að ástæðan sé, að framleiðendur á landsbyggðinni kjósi heldur landflutninga?

Gera má ráð fyrir að flestum sé ljóst að sjórinn sem víkur undan skipinu er fljótur að falla aftur í sama far!

Það gera vegirnir hins vegar ekki og þeim þarf að halda við, með ærnum kostnaði í stóru landi og strjálbýlu.

Þegar þungur og lestaður flutningabíll fer um vegi lætur slitlagið sem oftast er ,,klæðning" undan með tímanum og að lokum fer svo, að vegurinn og vegstæðið gefur sig sé það ekki því betra.

Af þessu dregur ritari þá ályktun að það sé nauðsynlegt að strandsiglingarnar haldi áfram og að það sé öllum til hagsbóta.

Það breytir ekki því, að vinna þarf stöðugt að því að endurbæta á vegakerfi landsins.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband