Friðsælt land?

Hið friðsæla Ísland hefur breytt um stefnu og eys peningum í stríðsrekstur í Úkraínu.

Skjámynd 2024-04-01 165615Það er reyndar ekkert nýtt að svo sé, en það sem er óvænt við það sem verið er að gera núna, er að það er verið að ráðstafa fé íslensku þjóðarinnar til vopnakaupa.

Fram til þessa hefur verið látið við það sitja, að reyna að hjálpa þeim sem líða vegna stríðsátaka og aðeins rúmlega það, svo sem sást þegar reynt var að stefna frammámönnum víða að til fundahalds í Hörpu.

Sumir komu en aðrir ekki og þeir sem komu reyndu að láta sig hverfa sem fyrst.

En jakkaföt og lúxusbílar og gott að borða var látið duga, í þeirri trú að með því yrðu menn upphafnir og vel inn stimplaðir í heimspólitíkina.

Það þótti á sínum tíma ekki gott að vera að breiða sig yfir þau sem voru á flótta undan morðæði því sem geisaði í seinni heimstyrjöldinni og sem lýsti sér m.a. í ofsóknum og herferð gegn gyðingum af hálfu þýskra stjórnvalda, sem stóðu þá fyrir handtökum, aftökum og að lokum útrýmingarherferð gegn þeim.

Nú eru breyttir tímar og ekki er látið við það sitja að kaupa sjúkrahús á hjólum, heldur skal gengið lengra og lagðir eru fram fjármunir til kaupa á vopnum.

Hvort við getum síðan átt von á að peningar þjóðar okkar verði notaðir til stuðnings Ísraels í eyðingu palestínsku þjóðarinnar vitum við ekki með vissu, en vel getur verið að málinu verði snúið við, ef vindáttin breytist og að þá verði ráðist í vopnakaup fyrir Hamaz!

Vilji kanar styðja Ísrael þá gerum við það, vilji þeir hins vegar styðja Hamaz þá gerum við það.

Því við erum ,,viljug“ þjóð.

Við vitum það eitt, að við vitum ekkert um hverju ríkistjórnin okkar getur tekið upp á að gera, en vitum það þó, að forsætisráðherrann kemur úr röðum Vinstri grænna og að utanríkisráðherrann er úr Sjálfstæðisflokknum.

Saman mynda þeir svo einhverja rökleysissúpu eða jafning, sem fáir vita hvað verður úr, né til hvers er ætlaður en sem sumum þykir bara nokkuð góð blanda.

Framsóknarflokkurinn syndir inn á milli, skoðanalítill að vanda en stefna ríkisstjórnarinnar í utanríkismálunum er mótuð af Sjálfstæðisflokknum, sem fær línuna sína frá Washington.

Vinstri græn gera það sem þeim er sagt að gera.

Nema, að þau hafi alltaf siglt undir fölsku flaggi og að þau séu nú að gera það sem þau vilja helst af öllu gera, þ.e. að tengja Ísland sem mest þeir geta, við styrjaldarátök sem búin eru að vera að grafa um sig í áratugi?


Bloggfærslur 1. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband