Það sem ekki má

Horður- kóreumenn skutu á loft gerfihnetti eftir því sem sagt er frá af Ríkisútvarpi allra landsmanna.

Suður- Kóreustjórn fór í fýlu, sem kemur engum á óvart og Japanir telja sig þurfa að skoða málið.

Skjámynd 2023-11-22 070311Myndin og textinn undir henni eru fengin af Rúv.

Ekki kemur fram hvort íslenska ríkisstjórnin sé orðin strekkt á taugum vegna skotsins, en gera má ráð fyrir að það fari dálítið eftir fyrirmælum og viðbrögðum bandarískra stjórnvalda og því hvað Zelenský segir um málið. Ekki má gleyma því!

Indverjar skutu flaug til Tunglsins fyrir nokkrum vikum, lentu farinu þar með glans og varð það fáum tilefni til taugatitrings svo vitað sé, nema að mögulegt er, að rússneskir geimvísindamenn hafi orðið aðeins svekktir vegna brotlendingar þeirra á sama stað stuttu áður.

Samkvæmt fréttinni er um að ræða njósnahnött og sé það rétt er eðlilegt að taugar teygist á þeim sem eitthvað hafa að fela.

Annars er það stórfurðulegt hvernig þetta litla ríki getur velgt mönnum undir uggum, því fáir vilja við Kim tala, nema Trump og Putin og kannski Xi.

Bandaríkjamenn eru uppteknir í að eltast við fljúgandi furðuhluti og gera það af svo miklum krafti, að ekki er vogandi að sleppa gasfylltum blöðrum í því ágæta landi, né nágrannalöndum og alls ekki í þeim löndum sem þeim er illa við.

Uppáhöldin okkar Mulder og Skully, blómstra sem aldrei fyrr og Biden er aldrei hressari en þegar honum er sagt frá svífandi blöðrum í grennd.

,,Grennd" er teygjanlegt hugtak eins og við vitum þegar pólitík er annars vegar og þar sem hún stingur sér víða niður og ekki síst í hugskot þeirra pólitíkusa sem hafa eitthvað að fela, þá er lengi von á einum, eins og þar stendur.

En alla vega hafa menn eitthvað um að hugsa, á meðan og ef, hnötturinn svífur um himingeiminn og kannski best að fara að taka til í kringum sig.

Undirritaður ætlar alla vega að kíkja út og athuga hvort þar sé eitthvað sem betra sé að fela!


Kominn tími til að hætta?

Á meðfylgjandi tengli inn á umfjöllun CNN um stöðuna í styrjöldinni milli Rússlands og Úkraínu, kemur ýmislegt fróðlegt fram.

Það vantar allt til alls ef svo má segja, því þegar ekki fæst lengur fólk og við ofurefli er að etja, þá er stríðið tapað.

Úkraína er sem verktaki í þessari styrjöld við Rússa og verktakarnir eru vesturlönd sem leggja til fé og herbúnað.

Og sjúkrahús á hjólum, ekki má gleyma því!

Þó Úkraínu berist allt þetta frá Bandaríkjunum og fylgiríkjum þeirra og þar með talið Íslandi, þá dugar það ekki til.

Úkraína er langtum minni en Rússland í öllu tilliti og gildir það jafnt um, hvort horft er til landstærðar, fólksfjölda, innviða, efnahags, svo ekki sé nú minnst á stjórnkerfið og margt fleira mætti til telja.

Skjámynd 2023-11-19 175009Zelensky sést hér á fundi með belgískum forsætisráðherra fyrir nokkrum dögum og við þurfum vart að giska á hvert erindið er.

Í grein CNN er fjallað um stöðuna á vígaslóðinni og dálítið um hvernig málin blasa við þeim sem enn eru í Úkraínu.

Eru þar enn, en margir eru farnir þó fleiri séu eru eftir.

Þegar svo er komið í styrjöld, að illa gengur að manna herinn og menn sjá sér vart tilgang í því að fórna lífi sínu og limum til lítils eða einskis og baráttuandinn er farinn að dvína, þá styttist í endalokin skyldi maður ætla.

Skjámynd 2023-11-19 175214Menn skilja ekki hvað við erum komnir út í segir hermaður og er dapur á svip ,,Ég fór í þjónustuna í upphafi innrásar Rússa 24. febrúar (2022). Á þeim tíma var engin boðun sem slík, mörg ungmenni hlupu til og gengu í herinn og ég gerði það sama.“

Í upphafi stríðsins var andinn annar og karlmenn buðu sig fram frekar en hitt og það gerðu konur líka.

,,Ég hef rætt við eiginmann minn um að ég skrái mig á skrifstofu hersins. Hann studdi mig.“ segir konan og er til í að Skjámynd 2023-11-19 175148leggja sitt að mörkum í baráttunni.

Hvort unga fólkið sem er tilbúið til að fórna lífinu fyrir þjóð sína, gerir sér grein fyrir stöðunni er hreint ekki víst.

Hitt er víst, að öll góð öfl ættu að gera sem þau geta til að stilla til friðar í stað þess að etja ungmennum út í blóðbað, sem ekki er annað að sjá en að ljúka muni með ósigri.

Það er að fjara undan Úkraínu í þessu stríði, fréttamenn sem kynna sér málið sjá það og skilja.

Það eru stjórnmálamennirnir, sem líkt og svo oft, skilja ekki sinn tíma og átta sig ekki á að anað hefur verið út í fen sem erfitt er að komast uppúr.

Kannski skilja þeir meira en við höldum, en eru króaðir af og finna ekki leiðina út.

Við höfum séð þetta áður og eigum eftir að sjá það aftur.

Þá má hugsa til þess, að ekki er gott að egna björninn þegar hann hvílist í hýði sínu, því þegar hann vaknar þá bregst hann illa við.


Byggjum á reynslunni

Jarðhræringarnar á Reykjanesi og brottför  íbúanna í Grindavík hafa hrært upp í samfélaginu okkar sem von er.

Skjámynd 2023-11-17 060017Að horfa upp á, að heilt bæjarfélag, glæsilegt útgerðarpláss, lendi í því að íbúarnir þurfi að yfirgefa það í skyndingu, er ekki neitt sem gerist á hverjum degi, viku, mánuði eða ári.

Sem betur fer er það ekki svo, en við höfum samt orðið vitni að því áður og gleymum því seint, þegar allt var gert til að forða íbúunum frá Heimaey; forða þeim frá eldgosinu sem þar varð fyrir 50 árum.

Þjóðin reyndist vera samtaka þá, um að gera allt sem unnt væri til að bjarga fólkinu og koma upp húsnæði fyrir það í öðrum bæjarfélögum svo fljótt sem unnt væri.

Og það tókst furðanlega vel og ekki má gleyma því að hús bárust víða að, hús sem fljótlegt var að reisa og gera íbúðarhæf. Þau voru kölluð Viðlagasjóðshús, ekki í niðrandi merkingu, heldur vegna þess að brugðist var við af þáverandi stjórnvöldum af myndarskap og stofnaður ,,Viðlagasjóður“, til að kljúfa fjármálaskaflinn sem hlóðst upp vegna þess sem var að gerast.

Undirritaður kom að vinnu við frágang kyndibúnaðar í tveimur slíkum húsum sem gefin voru af Austur- Þýskalandi, sem þá var ekki ríkt, en vildi þó ekki láta sitt eftir liggja.

Margt er öðruvísi í nútímanum og samfélagið okkar hefur breyst mikið og m.a. er til nóg af húsnæði sem ekki er í almennri notkun, heldur í útleigu til ferðamanna, auk þess sem frístundahúsum hefur fjölgað mikið á síðustu áratugum.

Þó hægt sé að notast við þau um tíma, þarf samt annað til að koma, sé horft til framtíðar.

Það eru talsverðar líkur á, að langur tími geti liðið áður en hægt verður að búa aftur í Grindavík og því þarf að leita nýrra lausna og svo virðist sem þær sé víða að finna.

Við vonum að ekki gjósi í fallega bænum sem yfirgefinn var svo snögglega og við vonum líka að tækifæri finnist og verði vel notuð til að fólk geti bjargað sínu.

Það hefur verið að gerast að undanförnu og við höfum séð íbúana koma ferð eftir ferð, til að nálgast eigur sínar og ekki vantar það að fréttamenn fylgjast með því sem er að gerast og þó einn fréttaljósmyndari hafi farið yfir strikið þá reynum við að gleyma því.

Það er þungt að hugsa til þess að Grindavík hverfi af kortinu vegna eldgoss, en við munum að það hefur gerst áður og þá án björgunar mannslífa.

Sem betur fer, tókst vel til með viðbrögð núna, enda tímarnir breyttir og tekist hefur að þróa tækni sem getur a.m.k. að einhverju leiti brugðist við og látið vita að alvarlegir atburðir séu yfirvofandi.

Tökum vel á móti fólkinu sem núna er að flýja öfl sem mannskepnan ræður ekki við og mun líklega aldrei ráða við.

Við sjáum að vilji er til staðar og við vitum að vilji er allt sem þarf og því horfum við björtum augum fram á veginn og vonum að allt fari vel hjá öllum þeim sem núna búa í óvissu; að stjórnvöld taki þannig á málum að sómi verði að, - og að þegar næst gerist eitthvað sambærilegt, að þá verði horft til fyrri atburða og sagt sem svo:

Svona var gert 2023 og við skulum gera eitthvað sambærilegt og alls ekki síðra né minna, læra af reynslu liðins tíma og bæta um frekar en hitt!


Kínverskur leiðtogi vekur athygli

Xi Jinping er komin til Bandaríkjanna, vekur athygli þarlendra og ung stúlka færir honum blóm.

Skjámynd 2023-11-15 160558Við sem höfum komið þangað vitum að þar býr gestrisið fólk sem sýnir sínar bestu hliðar þeim sem þangað koma, a.m.k. er það reynsla þess sem þetta ritar og þó langt sé síðan það var, þá gleymist það ekki.

Það hlýtur að vera upplyftandi fyrir Bandaríkjamenn að sjá og hitta leiðtoga frá landi, sem þeim hafa verið sagðar ýmsar sögur af í fjölmiðlum og er þeim framandi.

Karlinn er meira að segja dreginn upp í dráttarvél af tegund sem undirritaður var heillaður af, á sínum yngri árum.

Það má gera ráð fyrir að þessari gerð véla hafi farið fram frekar en hitt síðan það var og líklegt er að Xi hafi verið hrifinn og hann settist meira að segja undir stýri eins og sjá má.

Skjámynd 2023-11-15 164135Eitt er að stýra dráttarvél en annað er að stýra ógnarfjölmennu stórveldi og það hlýtur að hafa verið tilbreyting fyrir forsetann að reyna vélina, enda er brosað breitt.

Bandaríkjamenn búa við það að vera með forseta sem virðist varla vita hvort hann er að koma eða fara og í komandi forsetakosningum virðist ekki sem neitt annað, betra né verra komi til með að verða í boði.

Bandaríkin eru lýðræðisríki hinna ríku og því eru það margir sem kalla það auðræðisríki, en hvað sem því líður, þá greinir sagan frá því að ýmsir ágætismenn hafa verið kostnir þar til forseta.

Staðan sem er uppi núna er í meira lagi sérstök, þar sem tveir háaldraðir menn berjast um völdin og báðir dálítið sérstakir, – svo það sé nú gætilega orðað.

Annar er forseti en hinn var forseti og þann síðarnefnda langar til að verða það aftur.

Sá sem nú er, hefur haft lag á að troða illsakir við Rússa og einnig Kínverja, sem hann taldi senda til sín fljúgandi furðuhluti, sem snarlega voru skotnir niður.

Gagnvart Rússum hefur hann sýnt gamaldags takta og lagt sig fram um að styðja Úkraínu í átökum sem verið hafa milli ríkjanna allt frá 2014.

Reyndar er það svo að það getur verið dálítið erfitt að setja fingurinn á upphaf og endi á ergelsi og firru þar austur frá og fer það allt eftir því hvaða ártal menn vilja velja.

Það var létt yfir mannskapnum og við skulum vona að svo verði áfram og að heimsóknin verði frekar til að opna augu og huga en hið gagnstæða.


Stríðið í austri og aðeins meira

Þjóðverjar ætla að kosta talsverðu til í hernað Úkraínu gegn sjálfstjórnarhéruðunum, í austur Úkraínu eða vestur Rússlandi, eftir því hvernig á það er litið.

Eitt sinn fóru Þjóðverjar í herleiðangur gegn Rússlandi (Sovétríkjunum) og það fór ekki vel.

Nú eru þeir með verktaka sem þeir þekkja frá fyrri tíð, þ.e. Úkraína. Þeir dugðu ekki þá og spurning er hvort þeir duga betur núna.

Eitt af því sem Zelensky segist óttast eru árásir á orkuver.

Skjámynd 2023-11-14 053849Það eru góðar fréttir að hann leiði hugann að því og verður að teljast nýnæmi, sé tekið mið af því hvernig Úkraínar létu sprengjuregnið dynja á Zaporizjzjya verinu, að því er virtist, til að úr yrði kjarnorkuslys af úkraínskri stærðargráðu.

Það náðist loks fram að fulltrúar frá S.Þ. fóru á vettvang og þeim þótti ekki gott það sem þeir sáu. Úkraína er ekki eyja og ekki Rússland heldur og því er frekar auðvelt að búa til deilur um landamæri austur þar og fátt við að styðjast, vilji menn rökstyðja mál sitt.

Skjámynd 2023-11-14 062134Herjað hefur verið um hver ætti hvað og það hefur verið gert um aldir og svo ólíka sem Tyrki, Frakka og Breta hefur langað til að komast yfir Krímskaga svo dæmi séu tekin og til þess hefur verið fórnað ótal mannslífum. Úkraíni gaf skagann að lokum Úkraínu í fylleríiskasti.

Á þeim tíma skipti það engu máli, því Úkraína var eitt hinna sovésku ríkja, en gjörðin þótti sumum góð.

Pétur mikli hjó á hnútinn gagnvart Tyrkjum svo sem frægt er, lærði að smíða skip og sitthvað fleira lærði sá góði maður og sérstaki, en ætli ekki megi segja að hann hafi dregið Rússa inn í þann nútíma sem var á hans tíma.

Skjámynd 2023-11-14 062701Napóleon fór sína háðuglegu för til Rússlands og komst til Moskvu, brenndi hana og hundskaðist síðan heim með skottið á milli lappanna og það var ekki fyrsta skiptið sem þar brann og ekki það síðasta.

Nú dreymir ruglaða stjórnmáladalla um að komast yfir landið a.m.k. að einhverjum hluta, en hætt er við að það geti orðið heitt í kolum heimsbyggðarinnar áður en lýkur, reyni menn að fylgja því áhugamáli eftir.

Íslensk stjórnmálaskoffín hafa ekki látið sitt eftir liggja, ausið peningum í stríðsreksturinn austur þar og í raun slitið stjórnmálasambandi við Rússland og mun þá hafa verið glott við tönn, ef ekki hlegið hátt í Kreml.

Skjámynd 2023-11-14 063112Ekki þarf að efast um að Zelensky tekst að sjúga út peninga frá fleirum en Þjóðverjum, en við vonum að ekki sé búið að tæma Viðlagasjóð- og tryggingu, í blóðbaðið austur þar, því nú þurfum við á peningum að halda vegna afla sem ekki spyrja um kreddur og fár.

Við sjáum hvað setur og vonum að ríkisstjórnarnefnan okkar sé ekki alveg búin að tæma öryggissjóði þjóðarinnar, sjóðina sem nú þarf á að halda.

Það er ekki gott að gleyma því, að við búum landi mikilla og ógnvænlegra náttúruafla; landi sem getur tekið upp á að gera okkur kárínur nær hvenær sem er, enda er það enn í smíðum, af þeim öflum sem við ráðum ekkert við, en þurfum að lifa með.


Það sem öllu á að bjarga

Í grein í WSJ.COM er áhugaverð yfirferð um það sem til þarf í umbyltinguna miklu, undir fyrirsögninni: ,,The EV Era Needs a Lot of Really Big Trees - WSJ".

Þegar til stendur, að rafvæða helst allt sem hægt er að rafvæða og þá ekki síst bílana, þá þarf margt til. Það kostar sem sagt klof að ríða röftum og þetta íslenska orðtak á enn betur við núna en oftast áður!

Það þarf t.d. að framleiða rafmagn til að rafmagn sé í boði og illa getur gengið að komast framhjá þeirri staðreynd.

Skjámynd 2023-11-10 061650Stærstu trén í skóginum eru höggin sem aldrei fyrr, til nota sem burðarvirki fyrir raflínur og ekki nýtast þau alveg upp í topp til þeirra nota, því eins og við vitum mjókka trjábolir eftir því sem ofar dregur.

Og það tekur tíma að rækta tré og þeir sem það gera horfa til langrar framtíðar, auk þess sem það geta ekki öll tré uppfyllt þær kröfur sem þarf, til að þau geta orðið stórir og stæðilegir rafmagnsstaurar!

En það eru ekki aðeins trén sem eru notuð til að bera uppi flutningslínur fyrir rafbílarafmagn og fleira, því það eru líka búin til möstur úr steypu og stáli og allt kostar þetta ágengni á birgðir Jarðarinnar af þeim efnum sem þarf til framleiðslunnar.

Það má heldur ekki gleyma því að til að flytja rafmagn milli landshluta þarf línur til að hengja á staurana og möstrin, svo það er á ýmislegt á að líta hvað alla rafbílavæðinguna varðar.

Þaðan verður samt tæpast aftur snúið, því sefjunin er mikil og batteríbílar þurfa að vera helst ekki færri en tveir á hverju heimili og í þá þarf efni sem sótt er í auðlindir Jarðarinnar; eru tekin þaðan, en þau vaxa ekki aftur og þegar þau eru á brott, þá eru þau einfaldlega farin og búin að vera!

Við erum ekki komin að því að fjalla um rafhlöðurnar sem sannarlega verða ekki til úr engu síður en svo og nú eru menn farnir að huga að því að kafa niður á hafsbotn og sækja þangað þau verðmætu hráefni sem til þarf, til að búa til rafhlöður fyrir bíla.

En til að tryggja að rafbíllinn verði ekki rafmagnslaus, er gott ráð að hengja aftan í hann bensínrafstöð, getur verið á kerru, því hún þarf ekki að vera mjög stór og nota hana síðan, til að hlaða rafbifreiðina þegar komið er á notalegan stað fjarri lífsins erli, til dæmis í íslenskri náttúru.

Þá er sem sagt gott, að setja bensínrelluna í gang og nota hana til að hlaða bílinn svo hann sé til reiðu fyrir akstur morgundagsins.

Muna bara eftir því að hafa með sér bensín á brúsum og eyrnatappa til að geta notið kyrrðarinnar!

Munum svo, að tré spretta ekki eins og arfi, en það gerir ekkert til, því við eru svo góð og því verður allt gott!


Jarðskjálftar, sameiningar skóla og manngerðar hörmungar

Ógnin sem yfir okkur vofir er verðbólguholskeflan sem teiknarinn Halldór túlkar svo vel á myndinni.

Skjámynd 2023-11-08 062312Hún er að hvolfast yfir með öllum þeim afleiðingum sem af geta hlotist, en við sjáum hver er að reyna að sigra holskefluna, sjáum hverju hann beitir og drögum okkar ályktanir; stríðið vinnst ekki með þessum hætti, það þarf annað að koma til, en hvað?

Hætt hefir verið við áform um sameiningu skóla en eins víst er að um sé að ræða lognið á undan næsta stormi.

Við vitum af reynslunni að fáu er að treysta og vegna þess að Sjómannaskólinn er okkur sérstaklega kær, er rétt að hvetja til stofnunar hollvinasamtaka um skólann.

Skjámynd 2023-11-09 080200Stjórnvöld ágirnast hann til nota fyrir dómstól, en ef það vantar enn meira húsnæði fyrir þá starfsemi verður það að finnast annarsstaðar.

Jarðskjálftahrinan á Reykjanesi heldur áfram og líkur einhvertíma með gosi en við vitum bara ekki hvenær!

Það er erfitt að berjast við þau reginöfl sem í iðrum jarðar búa, en eins og áður hefur verið bent á, tókst margt að gera í Vestmannaeyjagosinu og af því má læra. Getum líka lært mikið af æðruleysi eyjamanna allra og munum að konur eru líka menn svo því sé nú haldið til haga, á tímum fjölskrúðugra kyngreininga!

Að lokum eru það hörmungarnar sem ganga yfir af mannavöldum í Ísrael, Palestínu og víðar sem eru hugstæðar.

Þó svo virðist sannarlega sem um hamfarir sé að ræða, þá eru þær ekki af náttúrunnar völdum, heldur misviturra manna, sem á sínum tíma tóku rangar ákvarðanir.

Vonandi finnast einhverjir sem allra fyrst til að hafa áhrif á þá stöðu sem þar er uppi en hverjir það verða liggur ekki fyrir, þegar þessar línur eru páraðar.


Gosið sem lætur bíða eftir sér og íhöldin þrjú

Þjóðin stendur á öndinni og bíður eftir eldgosi á Reykjanesskaga, en enginn veit hvenær það kemur, né hvort það kemur. Það er þó langlíklegast að það Skjámynd 2023-11-07 053552gjósi, því jörðin hristir sig líkt og hross sem risið er upp, eftir að vera búið að velta sér eftir reiðtúr, en hvort það gýs á næstu dögum er ekki klárt, en það mun gjósa einhverntíma.

Náttúran okkar lætur ekki að sér hæða og að það geti gosið á Reykjanesskaga kemur víst engum á óvart, því það er nær sama hvert farið er um skagann, allsstaðar er hraun. Annað hvort undir fótum, eða ef ekki, þá í grennd.

Það eina sem við getum vonað er að gosið verði lítið og háttvíst eins og þau sem komin eru, en eins og sannaðist í eldgosinu í Vestmannaeyjum, þá er ýmislegt hægt að gera til að verja mannvirki og vafalaust verður það gert, eða a.m.k. reynt.

Skjámynd 2023-11-08 062012Borgarstjóraskipti standa til í Reykjavík eins og samið var um eftir síðustu kosningar.

Í sjónvarpi allra landsmanna, tókust á Dagur B. Eggertsson og óðamála fulltrúi frá Sjálfstæðisflokknum.

Reyndar var það Dagur sem ræddi málin á sinn yfirvegaða hátt, en fulltrúi Sjálfstæðisflokksins óð elginn af miklum móð, sannfærð um að eftir því sem hún segði meira og í fleiri orðum, þá væri það betra. Magn er ekki alltaf sama og gæði og vel getur verið að fulltrúinn hefði komið einhverju markverðu að, ef hann hefði farið sér hægar.

,,Er aldrei hægt að gleðjast þegar vel gengur“, spyr verðandi borgarstjóri á visir.is og er það að vonum.

Vonandi mun hann og meirihlutinn skila góðu búi, en líklega verður erfitt að koma málum fram, sem vinna þarf í samstarfi við ríkisstjórnina, meðan meirihluti hennar er skipaður þremur íhöldum eins og nú er.

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki búinn að jafna sig eftir að hafa tapað borginni fyrir margt löngu, en þau sem muna, vita að það gekk á ýmsu meðan sá flokkur fór þar með völdin og þekktast er líklega, að torvelt var að fá lóðir, nema að vera félagi í þeim flokki.

Sovétin eru víða og komið er nóg af þeim stjórnarháttum.

Að því sögðu, var ekki allt illt og bölvað í íhaldstíð og væri vissulega hægt að telja ýmislegt til, því til sönnunar.

Til dæmis var byggð Perla, sú sem nú á að selja og eftir mikið japl jaml og fuður, var byggt ráðhús sem margir voru á móti, en þær raddir eru þagnaðar að því er virðist.

Það skiptir máli hvernig höfuðborg þjóðar er stjórnað og því er vert að óska nýjum borgarstjóra velgengni í nýju starfi.


Tíðindalaust á ríkisstjórnarheimilinu

Það er enginn ágreiningur (Segir engan á­greining ríkja um af­stöðu Ís­lands – Vísir (visir.is)), volgir stólar standa stöðugir og upphlaup vinstrigræningjanna eru farin að minna á gjamm í litlum hvutta sem dregur sig í hlé eftir að hafa ýft kambinn dálítið um tíma.

Skjámynd 2023-11-07 060136(Mynd af visir.is)

Þannig er það og þannig hefur það verið og þannig mun það líklegast verða, því það er sælt að lúra í ,,traustum“ faðmi íhaldsins, þegar maður er hvort sem er íhald sjálfur; faðmurinn er mjúkur og hlýr og öllum líður vel, er það ekki?

Aðalmálið er það, að Bjarni er búinn að sitja lengi sem formaður í flokknum sínum og mun sitja lengi enn, enda maðurinn langur sjálfur og samsvarar sér þar að auki vel; er engin rengla, sem lætur smá goluþyt koma sér úr jafnvægi.

Börnin á Gaza deyja hvort sem er á endanum eins og við öll og því þjónar það litlum tilgangi að vera að espa sig og æsa, þó þau fari lítið eitt fyrr inn í draumalandið en ráð var fyrir gert!

Þannig er það og þannig hefur það alltaf verið, að við komum í þennan heim til að fara úr honum síðar og því verður bara að sætta sig við að það geti gerst með ýmsum og mismunandi hætti.

Og þegar orðið BARA kemur inn í textann, þá munum við eftir því að BARA- flokkurinn er í ríkisstjórn líka og þá rifjast það upp, að við munum ekki eftir að hafa neitt frá þeim, heyrt neitt sem máli skiptir varðandi atburðina á Gaza, enda fer Bjarni með þau mál.

Það er setan í orðinu sem afskiptaleysinu veldur, gerum við ráð fyrir og því er þetta ekki eins gasalegt og það lítur út fyrir að vera og svo eru þetta nú líka bara arabar.

Afkomendur þeirra, sem ekki voru sérlega hressir með ákvörðunina sem tekin var eftir seinna stríð, eða annað stríð, eða hvað sem það á nú að heita það blessaða stríð.

Kristur gekk um á þessum slóðum fyrir 2023 árum að við höldum og því hlýtur svo að vera að allt þetta land tilheyri kristninni þegar að er gáð og það er sagt frá þessu í Biblíunni og jafnvel Bulgakov var eitthvað að japla á þessu og því er þetta landið okkar.

Er það ekki? Hvernig er það annars, eru gyðingar ekki kristnir inn við beinið og þegar betur er að gáð?

Æ,æ, þetta er allt svo flókið að best er BARA að láti Biden um þetta, hann er hvort sem er svo góður að finna út úr hlutunum, halda friðinn, heiðra dátana nýútskrifuðu og klappa hundinum sínum.

Bíðum við, er ekki eitthvað að gerast á Reykjanesi?

Jú mikið rétt, og við getum alla vega verið sammála um það, að reka tappa í þann stút, þ.e.a.s. ef einhver veit hvar hann er.

Bjarni, veist þú það ekki, eða einhver í þínum flokki!? Já, hvað segirðu? Vera BARA róleg?

Ok, við skulum vera það, þú reddar þessu bara og við skulum vera bæði þæg og góð!


Það þrengir að bændum

,,Bóndi er bústólpi og bú er landstólpi", er stundum sagt, en við sjáum, af greinunum hér fyrir neðan, að það gengur á ýmsu og svo er að sjá sem máltækið sé ekki í hávegum haft.

Skjámynd 2023-11-05 055410Við erum greinilega heppin, sé tekið mið af því sem er að gerast í Bandaríkjunum og sem fréttir hafa verið að berast af undanfarna mánuði.

Það sem sagt er frá er eitt lýsandi dæmi um að vissara er að ganga hægt um gleðinnar dyr við nýtingu gæða náttúrunnar.

Í fréttinni segir frá því að dælt hefur verið upp slíku vatnsmagni úr iðrum jarðar að nú er komið að því að vatnið er á þrotum. Sé rýnt í myndina sést að vökvunarbúnaðurinn er engin smásmíði, enda vitum við að ,,allt er stórt í henni Ameríku".

Hér hefur sem sagt verið gengið of langt og svo miklu magni verið dælt upp að jarðvatnsforðinn - sem er sem stöðuvötn þar neðanjarðar - er að verða þurrausinn.

Þetta vandamál er ekki að herja á íslenskan landbúnað, en það er annað og lítt betra sem þar er við að fást.

Verðbólgudraugurinn hefur tekið völdin, vextir eru í hæstu hæðum og það er ekki gott fyrir einn eða neinn og síst af öllu, þau sem byggja tilveru sína á mikilli fjárfestingu, hægri veltu og ríkisstuðningi sem ekki er gott á að treysta.

Ríkisstjórnin hefur gert sem hún hefur getað til að valda landbúnaðinum kárínum og eitt það versta, er þegar hún tók sig til og galopnaði íslenskan matvörumarkað fyrir úkraínsku kjöti, án allra tolla og að því sem virðist, án þess að gera sömu kröfur til vörunnar hvað varðar heilbrigði og aðbúnað í eldi, sambærilegt því sem gert er gagnvart íslenskri framleiðslu.

Skýring var gefin á kæruleysinu og hún var sú: að Úkraína væri svo langt frá Íslandi að engar líkur væru á, að menn færu að flytja þaðan landbúnaðarvörur.

Það var nú gert samt, enda viðskiptamenn ekki alveg ókunnugir landafræði og flutningakerfum.

Þegar að var gáð, reyndist landið alls ekki vera lengra í burtu en það hafði alltaf verið og með nútíma samgöngum, reyndist frekar auðvelt að flytja vörur þaðan til Íslands.

Sagan segir að frá Úkraínu hafi verið fluttar inn kornvörur um árabil og almennt hafa verið talsverð viðskipti við löndin austur þar, en af þessu má sjá að fjarlægðarskynjun íslenskra þingmanna ræðst ekki af vegalengdum sem mældar eru á venjulegan mælikvarða, heldur bara af því sem þeim finnst þann og þann daginn.

Á myndinni í miðjunni sjáum við að maðurinn sem ritstýrði ,,Ræktum Ísland!", ágætri samantekt, sem of lítið hefur verið gert með, telur að sóknarhugur sé í íslenskum bændum.

Sé það rétt metið, sem gera má ráð fyrir, má reikna með því að sóknin beinist nú um stundir, gegn íslensku ríkisstjórninni og gjörðum hennar í garð landbúnaðarins.

Það er frekar sárt til þess að vita, að þau sem stjórna þjóðinni, geri það án þess að huga að því hvernig gjörðir þeirra koma við fólkið í landinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband