Það sem ekki má

Horður- kóreumenn skutu á loft gerfihnetti eftir því sem sagt er frá af Ríkisútvarpi allra landsmanna.

Suður- Kóreustjórn fór í fýlu, sem kemur engum á óvart og Japanir telja sig þurfa að skoða málið.

Skjámynd 2023-11-22 070311Myndin og textinn undir henni eru fengin af Rúv.

Ekki kemur fram hvort íslenska ríkisstjórnin sé orðin strekkt á taugum vegna skotsins, en gera má ráð fyrir að það fari dálítið eftir fyrirmælum og viðbrögðum bandarískra stjórnvalda og því hvað Zelenský segir um málið. Ekki má gleyma því!

Indverjar skutu flaug til Tunglsins fyrir nokkrum vikum, lentu farinu þar með glans og varð það fáum tilefni til taugatitrings svo vitað sé, nema að mögulegt er, að rússneskir geimvísindamenn hafi orðið aðeins svekktir vegna brotlendingar þeirra á sama stað stuttu áður.

Samkvæmt fréttinni er um að ræða njósnahnött og sé það rétt er eðlilegt að taugar teygist á þeim sem eitthvað hafa að fela.

Annars er það stórfurðulegt hvernig þetta litla ríki getur velgt mönnum undir uggum, því fáir vilja við Kim tala, nema Trump og Putin og kannski Xi.

Bandaríkjamenn eru uppteknir í að eltast við fljúgandi furðuhluti og gera það af svo miklum krafti, að ekki er vogandi að sleppa gasfylltum blöðrum í því ágæta landi, né nágrannalöndum og alls ekki í þeim löndum sem þeim er illa við.

Uppáhöldin okkar Mulder og Skully, blómstra sem aldrei fyrr og Biden er aldrei hressari en þegar honum er sagt frá svífandi blöðrum í grennd.

,,Grennd" er teygjanlegt hugtak eins og við vitum þegar pólitík er annars vegar og þar sem hún stingur sér víða niður og ekki síst í hugskot þeirra pólitíkusa sem hafa eitthvað að fela, þá er lengi von á einum, eins og þar stendur.

En alla vega hafa menn eitthvað um að hugsa, á meðan og ef, hnötturinn svífur um himingeiminn og kannski best að fara að taka til í kringum sig.

Undirritaður ætlar alla vega að kíkja út og athuga hvort þar sé eitthvað sem betra sé að fela!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband