Að vera eða ekki vera

Bændasamtökin fóru ekki yfir svör við spurningum Evrópusambandsins og vaknar þá spurningin hvers vegna? Voru þau á einhverju óskiljanlegu tungumáli, þ.e. öðru en íslensku, en eins og kunnugt er þá þótti Bændasamtökunum óaðgengilegt í meira lagi að þurfa að stauta sig fram úr spurningunum á ensku. Hins vegar komu þau ,,að svörum ákveðinna hluta".

Óljóst er í meira lagi hvað þetta þýðir, þýðir þetta ef til vill að þau hafi komið að þýðingu svaranna ásamt Jóni Bjarnasyni, eða horfðu fulltrúarnir í Bændahöllinni bara í forundran á listann án þess að botna neitt í neinu?

Þá þykir þeim leitt og eru jafnvel pínulítið móðgaðir yfir að hafa ekki fengið formlegt boð um að eiga fulltrúa í samningahópnum um landbúnaðarhluta viðræðnanna. Það er leitt, því ef það hefur farið framhjá einhverjum, þá er vitanlega alveg nauðsynlegt að koma því á framfæri að íslensku Bændasamtökin eru á móti ESB aðild, umræðum um aðild og aðildarumsókn og því verður auðvitað að koma skýrt til skila!

Ef nú þannig færi að umsókn Íslands um aðild að ESB yrði samþykkt á öllum stigum þá er víst að Bændasamtökin þurfa að eiga fulltrúa, því ekki er með öllu útilokað að þar leynist mörg matarholan og vitanlega er ekkert vit í að láta það fram hjá sér fara. Þó maður sé á móti!!


mbl.is Bændasamtökin fóru ekki yfir svörin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband