Fullviss?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er lítillátur ljúfur og kátur þessa dagana. Hann fór til Noregs og hefur væntanlega ætlað að feta í fótspor Gissurar Þorvaldssonar og ganga Noregskonungi á hönd, en þá fór í verra því þeir vildu ekkert með hann hafa utan einn sálufélagi Sigmundar og Höskuldar, ekki má gleyma honum, frekar en Katli garminum forðum.

Sálufélagi framsóknarmanna í Noregi mun ekki vera mjög hátt skrifaður á þeim bænum og því var það að norðmenn, flestir hverjir, tóku afar lítið eftir hinum íslensku fulltrúum Framsóknarflokksins frá Fróni. Verið getur að einhverjir hafi kímt í kampinn, ef þeim þá hefur þótt taka því að eyða orku í slíkt, því eins og flestir vita eru norðmenn hagsýnir og nýtnir og því er alls ekki víst að þeim hafi þótt taka því að eyða orku sinni í að gjóa augunum á hina íslensku framsóknarmenn, né leggja eyru við því sem þeir höfðu fram að færa.

Það var nú gott. Því næg er skömmin og næg er svívirðan sem flokkur þeirra félaga hefur kallað yfir þjóðina, þó ekki verði við það bætt umfram það sem allra nauðsynlegast telst.

Sigmundur hefur farið mikinn með stóryrðum eftir að hann kom heim og vill halda því fram að allt hafi það verið Jóhönnu að kenna að ekki var á hann hlustað í Noregi, svona eins og að hann hafi ekki verið fær um að koma sér út úr húsi sjálfur. Hver trúir því að er aðrir eins snillingar og Höskuldur og Sigmundur leggja sig fram að þá takist þeim ekki það sem við var að búast; það er að engin viðbrögð verði við glópaför þeirra. Það er algjört vanmat hjá þeim félögum að þeir séu ekki færir um að koma sér út úr húsi sjálfir og þeir þurfa alls ekki að vera með neitt lítillæti hvað það varðar.  


mbl.is Fullviss að Norðmenn vilji lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessir framagosar Framsóknar, formaður og ekki formaður, grafa sína eigin gröf með þessum málflutningi, en því miður þá ná þeir að valda tjóni, sem því miður kann að vera megin tilgangurinn með bröltinu. Sem er sorglegt sé það er tilgangurinn í þeirri varnarstöðu sem við stöndum í dag.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.10.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband