31.7.2009 | 11:04
Rannsóknarefni?
Furðuleg deila er komin upp á milli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar varðandi kaup Jóns á skíðaskála í Frakklandi. Deilan virðist snúast um það hvort það sé blaðamaður Morgunblaðsins sem hringi í Jón, kófdrukkinn eða hvort það sé blaðamaðurinn sem sé undir áhrifum þegar hann hringir í Jón.
Hvernig á því stendur að blaðamaður Morgunblaðsins hefur svona gott lag á að hitta á Jón kófdrukkinn hlýtur að vera verðugt rannsóknarefni fyrir fyrir hinn virðulega rannsóknarblaðamann Agnesi Bragadóttur. Hvernig veit blaðamaðurinn hvenær Jón er kófdrukkinn og hvenær ekki? Væntanlega er ekki ástæða til að reikna með að Jón sé alltaf í þessu ástandi.
Jón segir ekki að blaðamaðurinn hafi hringt kófdrukkinn í hann heldur að hann (þ.e. blaðam.) hafi hringt í undirritaðan kófdrukkinn svo það er ljóst að Jón er ekki að halda því fram að blaðamaður Morgunblaðsins hafi verið í hinu eftirsótta(?) ástandi.
Af hverju ætli Morgunblaðið kjósi að skilja athugasemdina á þann veg?
Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.