28.7.2009 | 20:43
Um fyrningarleiðina
Í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag er grein eftir Helga Laxdal, fyrrverandi formann Vélstjórafélags Íslands, sem vert er að vekja athygli á. Þau okkar sem hafa áhuga á breytingum á kvótakerfi í sjávarútvegi ættum sem flest að lesa greinina, því þar tjáir sig maður sem starfað hefur í langan tíma í og við kerfið.
Niðurstaða Helga er sú að í raun væri hægt að fyrna kvótaheimildirnar í heilu lagi án þess að það myndi í raun valda verulegri truflun á starfsemi sjávarútvegsins. Fiskurinn yrði áfram í sjónum og tæki líklega lítið eftir breytingunni, áhafnir skipanna yrðu áfram til staðar, vinnslustöðvarnar líka og því væri ekkert því til fyrirstöðu að halda úti flotanum og veiða fiskinn.
Þeir einu sem yrðu fyrir truflun á sínum högum yrðu kvótagreifarnir, sem við þetta færu flestir á hausinn, en eins og Helgi bendir réttilega á, þá er þessa dagana offramboð, frekar en hitt, á fólki sem hefur þekkingu í að reka fyrirtæki.
Líklega hefur aldrei verið betra tækifæri til að stokka upp í sjávarútvegnum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.