Landsfundur

  

Bráðum hefst landsfundur Samfylkingarinnar, fundur sem er haldinn við heldur óvenjulegar aðstæður í samfélaginu.

Frjálshyggjupólitík Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur leitt okkur fram á hengiflug í margvíslegum skilningi. Sumir eru flognir fram af brúninni, en aðrir eru að reyna að hanga á henni. Vonandi tekst það sem flestum, en á þessari stundu er alls ekki ljóst hvernig fer í þeim efnum, hjá allt of mörgum.

 

Við erum reynslunni ríkari, en ekki er fyllilega ljóst hvernig þetta allt nýtist frjálshyggjuflokkunum til stefnumótunar og alls ekki víst að þeir hafi nokkuð lært af því sem yfir þjóðirnar hefur dunið.

 

Framsóknarflokkurinn hefur greinilega ekkert lært, eins og sést best á tillögum hans í efnahagsmálum, sem þeir lögðu nýlega fram; tillögum sem einkennast af hókus pókus millifærsluhugmyndum af gamla taginu og reikna má einnig með að hugmyndir um rán úr Bjargráðasjóði séu þaðan sprottnar.

 

Samkvæmt fréttum Ríkisútvarpsins er hver höndin upp á móti annarri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins a.m.k. hvað varðar afstöðuna til ESB, svo ekki sé nú minnst á formannskjörið sem framundan er hjá þeim.

 

Það er því ljóst að þjóðin á ekki annan raunhæfan kost í stöðunni en að styðja stefnu Samfylkingarinnar, en jafnframt verður að krefjast þess að hún gangi óbundin til kosninga, af þeirri einföldu ástæðu að hún er eini flokkurinn sem hefur mótað skýra stefnu til framtíðar varðandi stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna og því hlýtur það að ráða nánast öllu hver afstaða samstarfsaðila til þeirra mála er þegar á hólminn er komið.

 

Jafnframt má segja að, ef þjóðin tekur þann kost að halda sig við óbreytta stefnu varðandi Evrópumálin í kosningunum með því að leggja lóð sín á vogarskálar (stjórnmála?) flokkanna sem gegn ESB umsókn standa, að þá verði hún að súpa seyðið af því og þá sé einfaldlega best að Samfylkingin sé í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Já það er milil samstaða í Samfylkingunni. Samfylkingarfólk er að gera í buxurnar af hræðslu við Stalínistann sem er forsetisráðherra þeirra.

Engin stjórnmálamaður á Íslandi hefur lagt upp með meira en engu komið í verk.

Enginn stjórnmálamaður á Íslandi hefur gert meiri vanrækslu í starfi og ber stærri ábyrgð.

Verði þjóðinni að góðu.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 27.3.2009 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband