Raunir Vilhjálms...

Vilhjálmur er reiður og nú er að sjá hvort Jóhanna fær eftirþanka, það yrðu þá ,,Eftirþankar Jóhönnu" og að þessu sinni ekki eftir Véstein heldur: Vilhjálm.

Svona getur nú lífið verið snúið og ef maður er sjálfstæðismaður, þá er alltaf eitthvert vesen: það sem maður sagði í gær, segir einhver annar í dag eða á morgun og þá verður maður að skipta um skoðun!! Leiðinlegt ekki satt?

Einu sinni áttu sjálfstæðismenn: Formann, já, Formann með stórum staf, mann sem ekki lét bjóða sér hvað sem var og því til sönnunar, þá hvatti hann fólk til að gera áhlaup á banka. Formaðurinn var forsætisráðherra þegar það var og hann var sko alls ekki að leika sér með fjöregg fyrirtækisins, alls ekki, hann var bara að veita nauðsynlegt aðhald, var ekki svo?

Útrásarvíkingana, sem ungað var út í Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum, vantar sennilega aura og hvað er verið að setja út á það, hefur þessi alþýða ekki nóg? Getur hún ekki bara verið ánægð og tálgað fiskinn af beinunum glöð og kát og tekið þátt í að endurreisa samfélagið sem ,,víkingarnir" byggðu upp af svo mikilli snilld!!

Æ, já, hvernig stendur nú á því að þörf er á að endurreisa samfélagið. Geta ekki bara allir verið á Tortólu?


mbl.is Atvinnurekendur reiðir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Mikið er sjallinn Vilhjálmur aumkunarverður, hann hefur ömulegan málstaða að verja, Jóhanna sagði bara það sem öllu fólki finnst, hún talar mannamál sem er það sem þjóðin vill, Vilhjálmur þessi ræður engu þar um og ætti að skammast sín, hann er að verja það að níðst er á fiskverkafólki og umsaminn launahækkun tekin af því. 

Skarfurinn, 19.3.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband