Vitlausara en vitlaust

Yfirskrift þessa pistils er sótt í orðtæki sem bóndi nokkur – sem ritari kynntist þegar hann var æskuárum – notaði þegar þegar fram af honum gekk bull, sem hann heyrði eða frétti af.

Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva og hinn háaldraði Woody Allen sleppa Capture S og Wekki frá því að lenda á þessari síðu!

Þegar maður telur sig hafa lesið og frétt flest það sem bæði neikvætt er og sorglegt, þá ber fyrir augu grein í Russya Today, sem verður að teljast með því ótrúlegasta sem um getur.

Og þó, lengi skal manninn reyna og ekkert er nýtt undir sólinni o.s.frv.

Hernaðarátök þjóða kalla trúlega fram flest það versta sem hægt er að ná úr mannskepnunni.

Með fyrirvara um að fréttin geti verið ósönn og/eða byggð á misskilningi, þá gerum við ráð fyrir því versta.

Að þriggja ára barn sé sett á svartan lista nær engir átt hvort sem um er að ræða Úkraínu eða nokkurt annað land.

Við könnumst við frá fortíðinni að nasistum var ekkert heilagt í ofstæki sínu gegn gyðingum og að þeir lögðu sig fram um að ,,útrýma“ þeim frá sinni þjóð, þ.e. Þýskalandi og enn þann dag í dag er þessi þáttur í sögu Þýskalands bæði sár og þungbær Þjóðverjum, berist hann í tal.

Með fyrirvara um að fréttin sem hér er vitnað til sé ósönn, þá er sorglegt til þess að hugsa að Úkraínar séu komnir á þennan stað.

Við vonum að um sé að ræða uppspuna; tilbúning til að nota í áróðursstríðinu sem er vegna ófriðarins sem er milli þeirra og Rússlands.

Reynist fréttin hins vegar vera rétt, þá er einboðið, að ýmsir verða að fara að endurskoða afstöðu sína og þá eru íslenskir ráðherrar svo sannarlega ekki undanteknir.

Fréttin endar á eftirfarandi upptalningu:

,,Auk rússneskra barna hefur Mirotvorets áður beint spjótum sínum að fjölmörgum alþjóðlegum einstaklingum. Fyrr á þessu ári bættust Hollywood-leikstjórinn Woody Allen, leikarinn Mark Eydelshteyn og rússneska íshokkístjarnan Alexander Ovechkin við og Eurovision-keppandi Ísraels 2024, Eden Golan, var sett á svartan lista fyrir að taka þátt í barnakeppni á Krímskaga þegar hún var 12 ára.

Á listanum hafa einnig verið þekktir Bandaríkjamenn eins og Tulsi Gabbard, forstjóri leyniþjónustu Bandaríkjanna, og blaðamaðurinn Tucker Carlson.

Aðrir áberandi einstaklingar hafa verið Zoran Milanovic, forseti Króatíu, Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, Henry Kissinger og tónlistarmaðurinn Roger Waters.

„ Við leit á netinu fannst þetta, en þar er einnig bent á Wikipediu:

,,Myrotvorets or Mirotvorets is a Ukrainian Kyiv-based website that publishes a running list, and sometimes personal information, of people who are considered by authors of the website to be „enemies of Ukraine“, or, as the website itself states, „whose actions have signs of crimes against the national security of Ukraine, peace, human security, and the international law“.

Og í vélrænni þýðingu: ,,Myrotvorets eða Mirotvorets er úkraínsk vefsíða með aðsetur í Kyiv sem birtir hlaupandi lista, og stundum persónulegar upplýsingar, yfir fólk sem höfundar vefsíðunnar telja vera „óvinir Úkraínu“, eða, eins og vefsíðan sjálf segir, „hvers gjörðir hafa merki um glæpi gegn þjóðaröryggi Úkraínu, friði, mannlegu öryggi og alþjóðalögum“.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og tveimur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband