17.9.2025 | 08:09
Orð og efndir
Í Heimildinni er sagt frá því, að störfum hjá hinu opinbera hafi fjölgað um 5000 í tíð síðustu ríkisstjórnar þ.e. ríkisstjórnar Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.
Talan er ekki nákvæmlega 5000, en í inngangi fréttarinnar segir m.a.: ,,Söðugildi á vegum ríkisins voru 29.054 þann 31. desember 2024 [...]". og síðan:
,,[...] Samkvæmt mælaborði Byggðastofnunar voru 24.343 stöðugildi á vegum ríkisins í lok árs 2017 þegar ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfólks hafði nýtekið við völdum. Fjölgaði því ríkisstörfum um 4.711 á þeim tæpu tveimur kjörtímabilum sem ríkisstjórnin var við völd, eða um rúmlega 19 prósent." Á sama tímabili fjölgaði íbúum Íslands um tæp 14 prósent og því ljóst að ríkisstörfum fjölgaði vel umfram fólksfjölgun."
,,Báknið" fór því ekki burt í tíð Abú Dabí stjórnarinnar, heldur var það kjurt og blómstraði nokkuð vel.
Vitnað er í síðu Sjálfstæðisflokksins en þar segir:
,,Á síðunni Sjálfstæðisstefnan í hnotskurn á vef flokksins segir að kjörorð flokksins séu meðal annars: Báknið burt. Flokkurinn hafði þetta í fyrirrúmi í kosningabaráttu sinni fyrir Alþingiskosningar í fyrra og bar fyrsti kafli kosningaáherslum hans titilinn Minna ríki. Í honum voru tillögur á borð við Fækkum ríkisstofnunum úr 160 í 100 og Bjóðum út verkefni - ríkið þarf ekki að vinna öll verk.
Að því gefnu að Heimildin fari rétt með í frásögn sinni, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn vikið alvarlega af stefnu sinni á stjórnartímanum sem var undir forystu Vinstri grænna og Framsóknarflokkurinn látið sér gott þykja.
Góðu fréttirnar eru þær, að nú eru Vinstri græn horfin af þingi, Framsóknarflokkurinn skroppinn saman og nánast horfinn og Sjálfstæðisflokkurinn búinn að rifja upp eitthvað af markmiðum sínum!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning