Ekkkert er nýtt undir Sólinni... eða hvað?

Á mbl.is í gær 11/9/2025, er sagt frá glímu bandarískra við fljúgandi furðuhluti.

Skjámynd 2025-09-12 063044Við sem munum eftir skemmtilegum og upplífgandi ævintýraþáttum frá vinum vorum í vestri, þar sem helstu söguhetjurnar voru Mulder og Skully ef rétt er munað, vissum að þættirnir voru skemmtilegir og spennandi og ekkert meira en það.

Fylgdumst líka með Biden glíma við ógnina sem stafaði af veðurbelgjum sem svifu yfir ,,guðs eigin landi" og munu hafa hrakist undan veðri og vindum frá Kína.

Þá var gengið heldur lengra og a.m.k. einn belgur var skotinn niður og skoðaður með töngum með afar löngu skafti, að því er við gerum ráð fyrir.

Nú er það verra en vont, því fyrirbrigðin eru svo Skjámynd 2025-09-12 063105dularfull að þau sjást bara en eru ósnertanleg.

Draugagangur af þessu tagi er alls ekki vanalegur og það ekki einu sinni í bandarískri lofthelgi og það mun vera AFP fréttaveitan sem segir frá.

Þetta er svo áhugavert að ekki er nokkur leið að stilla sig um að láta fljóta með skjáskotin sem fylgja fréttinni; á þeim má sjá, fyrir utan alvörugefna og djúpt hugsandi menn, myndir af því sem hinir bandarísku eru að eltast við síðustu dagana. Takist nnum ekki að koma auga á flygildin, þá er það aðeins til sönnunar þess að þau eru dularfyllri en dularfull!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband