Sveitarfélög að sameinast?

CaptureÍ Morgunblaðinu sjáum við frétt sem ekki lætur mikið yfir sér en boðar tíðindi ef af yrði.

Flóahreppur varð til fyrir nokkrum árum með sameiningu þriggja hreppa þ.e. Villingaholtshrepps, Hraungerðishrepps og Gaulverjabæjarhrepps.

Það hefur áður verið rætt um hvort ekki gæti verið hagkvæmt að sameina Flóahrepp og Árborg og sannleikurinn er sá, að það gæti verið æskilegur kostur.

,,Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér“ er sígilt orðtak og víst yrði sameiginlegt sveitarfélag öflugra og fjölbreyttara.

Capture2Þegar ritari hafði nýlokið við að þennan pistil, var honum bent á þessa aðsendu grein í Dagskránni sem gefin er út á Selfossi, sem er allrar athygli verð!

Nú þarf að fylgja umræðunni eftir, ræða málin, vega og meta og ganga síðan til kosninga ef niðurstaða viðræðna verður sameiningunni hagstæð.

Kostirnir gætu verið margir en ókostir gætu líka fylgt sameiningunni og er þá fyrst að geta, að ,,nándin“ gæti minnkað og lipurðin líka en hafa verður í huga að sameinað sveitarfélag yrði væntanlega öflugra í ýmsu tilliti.

Eitt af því sem mælir með sameiningu er að sveitarfélögin eru nú þegar að stórum hluta einn vinnumarkaður og íbúar Flóahrepps sækja mikla þjónustu til Árborgar en þaðan sækja menn líka verkefni o.fl. í Flóahrepp.

Eðlilegast er að vinna málið í viðræðum og að niðurstaða þeirra, verði síðan lögð í dóm íbúa í almennri kosningu.


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ingimundur; sem oftar og fyrri.

Þjer að segja; koma fram fullkomin mótrök gegn vilja Selfyssinganna (hverra sveitarfjelag gengur undir Árborgar heitinu), í stuttri en vel fram settri grein hinnar mætu Sædísar Óskar Harðardóttur, í síðast útkominni Dagskránni.

Í; sem stystu máli: Bragi Bjarnason yngri, og meðreiðarfólk hans í Ráðhúsinu á Selfossi ágirnazt meir og meir þau lönd og spildur, sem að Selfossi liggja - Ölfusmegin árinnar, sem og austan hennar - útþennzlan skal óheft og áframhaldandi verða, á hverju sem gengur.

Íbúar; gömlu Hraungerðis - Villingaholts og Gaulverjabæjarhreppa skulu ekki reikna með hinum minnsta ávinningi, að samruna við Selfosskaupstað og hjáleigur hans (Eyrarbakka - Sandvíkur og Stokkseyrarhreppa).

Niðurníðzla; sem og alls konar drabbaraskapur, blasir við hverjum þeim, sem gömlu sjávarplássin heimsækja - árið 1998, þá sameining þeirra við Selfoss varð að veruleika, hvarf smám saman sú litla þjónusta, sem verið hafði á Eyrarbakka og Stokkseyri upp á Selfoss - hagsmunir Selfoss:: skyldu verða númer I II og III, og þannig standa málin í dag, málamynda reddingar Braga og bæjarstjórnarinnar eru jú:: svona stöku sinnum, eins og lítilli heyvizk sje hent í fólkið við ströndina. í gustuka skyni.

Sama; er uppi á teningnum, austur í Þykkvabæ - 2 x 16km. akstur skulu íbúar Þykkvabæjar og Háfs hverfisins láta sig hafa, að aka upp á Hellu, til allrar þjónustu - eftir tilurð Rangárþings ytra.

Jeg mátti til; að koma þessum varnaðarorðum til ykkar Flóamanna, með þeirri von og vissu, að þið látið ekki blekkjazt af fagurgala Braga Bjarnasonar og stórveldis drauma hirðar hans.

Með beztu kveðjum; sem endranær, úr Efra- Ölfusi (Hveragerði) / 

     

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.9.2025 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband