Þrír á palli í Kína og pólitíkin á ísa köldu landi

Þegar vestrænn leiðtogi stórveldis rikkist og hristist í tilkskipanaflogum, eru þeir til sem sinna öðru.

Svo er t.d. um þá sem dreifa mynd af því sem á að vera handarbak Trumps og gera úr því mál, en við sem höfum talið að hugsunin fari fram í höfðinu, viljum frekar beina athyglinni þangað!

Myndin af handarbakinu verður ekki birt hér enda ritari enginn sérfræðingur í handarmeinum!

Skjámynd 2025-09-01 103417Það sem er til umræðu og sagt frá í fréttum miðla, er að þeir eru að hittast og funda þeir Xi, Putin og Modi til að ræða heimsmálin og samstarf þjóða sinna.

Engin tilskipana og flogaköst, tolladans og önnur slík usisk tilþrif, heldur viðræður að hætti siðaðra manna, gerum við ráð fyrir.

Það verður áhugavert að fylgjast með því sem kemur út úr fundi fulltrúa þessara stóru ríkja og fjölmennu.

Kína hefur sótt fram á fjölmörgum sviðum en við tökum einna mest eftir ótrúlegum framförum á sviði tækni og vísinda og því var það frekar pínlegt þegar fyrrverandi forseti Bandaríkjanna bauð Xi að setjast upp í bandarískan traktor, er sá fyrrnefndi var í heimsókn þar fyrir nokkrum árum og sá kínverski virtist hafa gaman af.

Í íslenska ríkisútvarpinu er nokkuð reglulega boðið upp á bunulæk utanríkisráðherrans okkar, sem telur sig vita helst allt um utanríkismál en að læðist grunur um, að skort geti bæði þekkingu og víðsýni.

Kristrún Frostadóttir er ekki öfundsverð af að fara fyrir ríkisstjórn sem samanstendur af þremur flokkum, þar sem flokkarnir tveir sem með Samfylkingunni starfa, eru frekar illa búnir til að axla þá ábyrgð að halda um stjórnartauma.

Þeir sem haldið hafa um beislistauma, vita að það er alls ekki sama hvernig tökum er beitt og fram til þessa hefur formaður Samfylkingarinnar haft tökin og vonandi er að svo verði áfram.

Hvers vegna óskum við þess?

Jú það er t.d. vegna þess, að Sjálfstæðisflokkurinn er í uppnámi enda óvanur því að vera ekki með taumana í sínum höndum, Framsóknarflokkurinn í andarslitrunum og Vinstri grænir rísa helst undir nafni sem pólitísk afturganga sem verið er að reyna að vekja upp að nýju.

Þegar staðan er svona er helst að treysta á að Samfylkingunni og flokkum sem með henni starfa, takist að skila verki sínu og standa í stykkinu, t.d. líkt og iðnaðarráðherrann o.fl. hafa reynt að gera og tekist nokkuð vel.

Við þurfum ekki út og suður stjórnmálamenn, heldur þá, sem hafa getu til að vega og meta hvað sé best fyrir íslenska þjóð og sagan hefur sýnt að þeir verða ekki sóttir til Vinstri grænna, né Framsóknarflokksins.

Það er hart að segja það um þann síðarnefnda en reynslan sannar að hann er fastur í fortíðinni og þó þangað megi sækja margt gott, þá má það ekki vera of mikið og þegar staðan hjá Sjálfstæðisflokknum er slík sem nú er, verða ráðin og viskan ekki sótt þangað.

Það breytir ekki því að þegar hríðin sem þar geisar núna er gengin yfir, má gera ráð fyrir að flokkurinn nái vopnum sínum, en að Framsókn og Vinstri grænum takist það er frekar ólíklegt.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og níu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband