29.8.2025 | 08:26
Grunnskólakerfið
Mbl.is segir ekki fagra sögu af stöðu grunskólakerfisins í frétt sem birtist á mbl.is.
Vitnað er í Atla Harðarson sem segir ekki fagra sögu af stöðunni.
Við erum með aðalnámskrá sem blaðrar bara út og suður um einhverja þúsund hluti en segir í rauninni ekki hvað fólk á að læra, segir Atli, sem hefur lifað og hrærst í skólakerfinu í fjóra áratugi.
Hann lýsir því hvernig reglulega rjúki menn upp til handa og fóta þegar eitthvað sé ómögulegt í skólakerfinu.
Þá ætla þeir að grípa til einhverra stórkostlegra úrræða og þannig hefur skólinn búið við það sem ég vil kalla endurtekna umbótaplágu.
Það er aldrei næði til að skapa starfsvenjur, sem mótast yfirleitt yfir einhvern tíma, því það eru alltaf einhverjir sem ætla að grípa til einhverra risastórra björgunaraðgerða.
Atli bætir ýmsu fleiru við, sem hægt er að nálgast með því að nota sér tengilinn sem er hér í upphafi þessa pistils.
Það er nöturlegur viðskilnaður sem núverandi ríkisstjórn tekur við eftir þau sem fyrir voru á fleti í skólamálunum og ekki aðeins þar, því í sjónvarpi allra landsmanna var farið yfir stöðuna í ýmsum innviðum sem voru vanræktir, en sem er nú verið að reyna að bæta úr.
Við lifum í voninni um að núverandi ríkisstjórn nái að laga a.m.k. eitthvað af því sem aflaga fór og var trassað í tíð ríkisstjórnarinnar sem hrökklaðist frá við lítinn orðstír í frægum vetrarkosningum.
Ef stjórnin sem nú situr nær að hrista af sér NATO- og Úkraínu- blætið, þá gæti verð von til, að hún hefði tíma og tækifæri til að taka til eftir vinstrigrænu slugsstjórnina sem áður sat við stjórnvölinn en stjórnaði í raun engu, nema ef til vill flugferðum til Abú Dabí og fleiru í þeim dúr.
Var það ef til vill gert til að fólkið sem í ferðina fór ,,gæti séð til sólar"?
Tæplega.
Því glætulaus komu þau til baka og með ekkert í farteskinu, annað en notalega ferð á kostnað þjóðarinnar.
Höfðu þó vit á að gefast upp og boða til vetrarkosninga og hafa síðan stundað málþóf sér og sínum til vansa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning