Ég má það ef ég get það

Hún man tímana tvenna og segir frá því sem hún upplifði: Klukkan 08:15 þann 6. ágúst 1945, þegar kjarnorkusprengja féll eins og steinn af himni yfir Hiroshima, þegar Lee Jung-soon var á leið í grunnskóla.

Skjámynd 2025-08-05 064336Hin nú 88 ára gamla kona, veifar höndunum eins og hún sé að reyna að ýta minningunni frá sér.

"Faðir minn var að fara í vinnuna en hann kom skyndilega hlaupandi til baka og sagði okkur að fara strax," rifjar hún upp.

"Þeir segja að göturnar hafi verið fullar af látnu fólki – en mér var svo brugðið að það eina sem ég man eftir er gráturinn".

,,Ég grét bara og grét."

Lík fórnarlambanna ,,brunnu svo aðeins augu þeirra sáust," segir Lee, þegar sprenging sem jafngildir 15.000 tonnum af TNT var varpað á 420.000 manna borg.

Það sem eftir stóð í kjölfarinu voru lík sem voru of illa farin til að hægt væri að bera kennsl á þau. "Kjarnorkusprengjan... Þetta er svo ógnvekjandi vopn."

Og í dag er verið að gæla við kjarnorkuvopn og það er sama ríkið og það eina, sem hefur beitt þeim sem gerir það.

Þeir segjast hafa siglt tveimur kjarnorkukafbátum nær Rússlandi, væntanlega til að reyna að þvinga Rússa til að láta undan ,,stjórn" Úkraínu.

Þeir sem nú hóta beitingu kjarnorkuvopna eru sömu þjóðar og sú eina sem hefur beitt þeim á aðra þjóð, að því frádregnu hvernig yfirgangur og skeytingarleysi hefur ráðið för í tilraunum með þessi vopn á Kyrrahafseyju.

Ég má það ef ég get það, er leiðarstefið sem farið er eftir og þeirra er mátturinn en tæpast dýrðin, enda stríðsslóðin löng.

Þeir sviku samninginn sem gerður var í Höfða, samning sem kynti undir bjartsýni um að friður og kyrrð gæti orðið í kjölfar þess að þjóðirnar tvær sammæltust um friðarviðleitni sem ekki byggðist á ógnarjafnvægi.

Eitt er það þó sem gengur sæmilega og það er samstarf um rekstur alþjóðlegu geimstöðvarinnar svokölluðu, en um árabil þurftu Bandaríkin að treysta ,,vinum" sínum Rússum fyrir því að flytja áhafnir til og frá geimstöðinni.

Á því er orðin breyting, þar sem rakettur Musks einkafjandvinar Trumps virka orðið, þannig að fyrir nokkrum dögum tókst að skipta um áhöfn án vandræða, svo vitað sé.

Hvort á því verður framhald er ekki gott að segja; jafnvægi forseta Bandaríkjanna er lítið sem ekkert og hann virðist tala án þess að hugsa, ef hann getur þá hugsað einhverja eðlilega og sæmilega rökrétta hugsun.

,,Oft ratast kjöftugum satt á munn" segir í íslensku máltæki en í tilfelli Trumps er í mesta lagi hægt að segja að það komi einstöku sinnum fyrir.

Þetta er veruleikinn sem við búum við í heimsmálunum og óvissan hefur ekki verið meiri í langan tíma.

Að kjarnorkuveldi hóti öðru kjarnorkuveldi, þó ekki sé nema undir rós er vítavert og ýtir heimsbyggðinni út á brún hyldýpis.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband