Framtíð þjóðar

Þjóð sem stækkar ört þarf að hafa í huga að nýta þær auðlindir sem hún býr yfir en þau eru til, sem vilja það ekki af hugsjónaástæðum.

Skjámynd 2025-07-28 142729Við voru svo heppin að efnt var til kosninga - sem vitanlega hefði átt að gera mun fyrr - og niðurstaðan varð, að flokkur sem flæktur var í óraunhæfu hugsjónabrölti féll út af þingi.

Því miður gerðist ekki það sama með flokk sem heitir því öfugnefni ,,Framsóknarflokkur", en allt gæti það staðið til bóta á góðum kosningadegi.

Á Alþingi er einnig annað flokksapparat sem kallar sig Miðflokk, svo furðulegt sem það er, því flokkurinn sem hann er klofinn út úr, kallar sig ,,framsóknar" nafninu og hefur einnig haldið því fram, að hann sé í miðju stjórnmálanna.

Báðir þessir flokkar eru augljósir afturhaldsflokkar, sem eru á móti flestu sem til framfara horfir og því er það, að reikna mátti með því að þeir séu á móti olíuvinnslu við land okkar, þó ekki væri nema vegna þess að um nýjung yrði að ræða, ef af yrði sem alls ekki er víst.

Svo ólíklegt sem það er, að í grennd við Ísland finnist vinnanleg olía, þá eru þeir á ,,á móti", sama hvað!

Olía jarmar ekki, fer ekki á beit og þaðan af síður upp á fjöll, nema hún sé flutt þangað og því er vinna við vinnslu hennar ekki af hinu góða, heldur þveröfugt í hugum framsóknarflokkanna tveggja.

Fé er sauðfé í þeirra hugum og það er jafnvel svooo gott að það getur verið eftirsóknarvert að éta það hrátt!

Við hin sem sjóðum, steikjum og snæðum síðan, bíðum og sjáum hvað setur og ef einhvern langar til að kanna hvort olía finnist í vinnanlegu magni í grennd við landið, látum við áhyggjurnar bíða, þangað til að ástæða er til að taka þær þaðan sem þær eru geymdar.

Fyrir fram áhyggjurnar féllu út af þingi með flokknum Vinstri grænum, sem stofnaður var til ræktunar þeirra, en smitið virðist hafa setið eftir.

,,Ætli ekki sé hægt að fá pillur við þessu", spurði stundum maður sem ritar þekkti og sem horfinn er yfir á annað tilverusvið.

Hver veit og finnist slíkar pillur gætu viðkomandi skellt í sig eins og einni og farið að sjá til sólar.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af fimm og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband