Tíminn og Framsókn

Það munu vera a.m.k. tvær hliðar á Framsókn og því er spurning hvort verandi er í flokknum fyrir þau sem ekki eru tvöföld í roðinu. Flokki sem þekktur er fyrir að fylgjast frekar lítið með tímanum.

Og er þá ekki átt við dagblaðið sem flokkurinn hélt úti áður fyrr.

Screenshot_21-7-2025_73115_www.mbl.isVið sjáum að konan sem vildi verða forseti er að hugsa sinn gang en formaður Framsóknarflokksins er í framsóknarfýlu, samkvæmt því sem lesa má út úr teikningu Ívars, sem teiknar fyrir Morgunblaðið.

Flokkurinn tók þátt í málþófi sem haldið var úti af stjórnarandstöðunni á Alþingi.

Flokkunum sem þátt tóku til vandræða og flestum öðrum til leiðinda.

Þófinu lauk með beitingu ,,kjarnorkuákvæðis" fundarskapa þingsins og vegna þess að það var gert, eru sumir komnir fýlu og verða þar væntanlega um langan tíma, hafi þeir ekki verið það fyrir.

Hríðin er gengin yfir og raddböndin eru í hvíld, en ólundin fer ekki strax!

Flokkurinn sem í nafni sínu segist sækja fram stendur ekki undir nafni, því hann stendur í stað og/eða leitar til fortíðar.

Þjóðin hefur fylgst með ,,þófinu" sem var en er gengið yfir eftir að tekið var í taumana og þannig er það, að ef klárinn tekur upp á því að hlaupa stjórnlaust, þá þarf knapinn að taka í taumana með viðeigandi gætni og þá róast hann með tímanum.

Það er að segja, ef hann þá hendir knapanum ekki af baki.

Blæs mæðinni, vindurinn fer úr og með tímanum verða hann og knapinn vinir.

Hvernig fer fyrir Framsókn vitum við ekki en líklegast er að hún jafni sig, ... með tímanum.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband