Eru viðhlæjendur vinir?

Við skoðum umfjöllun CNN.COM og sjáum að hægt er að lesa ýmislegt út úr myndum, sem teknar hafa verið að undanförnu af evrópskum forystumönnum.

Klappað er á bök, breiddur út faðmur, gónt er til himins og svo er að sjá sem það séu þeir Merz og Tusk sem helst reyni að halda uppi alvarlegum samræðum við hina þrjá.

Screenshot_30-6-2025_73025_ingimundurbergmann.wordpress.comMyndirnar eru nokkrar og það verður að segjast að svipur og bendingar þess franska eru dálítið sérstakar, að minnsta kosti í því vali sem miðillinn velur til birtingar.

Sumar hafa sést áður og ef til vill flestar þeirra mynda, sem orðið hafa fyrir vali greinarhöfundanna á CNN.

Tekist er í hendur, klappað er á bök (og handarbak), hlegið og þurrkusnifsið macronska, sést á einni myndanna en það hefur áður vakið athygli eins og kunnugt er.

Allt þetta og meira til er hægt að sækja á tengilinn sem vísað er til hér í upphafi, þ.e.a.s. ef menn hafa nennu til að velta þessum kumpánum fyrir sér og hugleiða hvað þeim fór svona skemmtilegt á milli!

Rétt er að geta þess að textinn sem fylgir myndunum er mun ítarlegri á CNN en hér er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband