Glötun mennskunnar

Eitt það fyrsta sem tapast í vopnaskaki er mennskan. BBC.COM segir frá því hvernig hermenn töpuðu mennskunni, gæskunni og sjálfum sér í hernaðinum í Afganistan.

Við höfum fengið að fylgjast með framferði Ísraelshers á Gaza og víðar.

Átök eru auk þess á milli Rússa og Úkraína, Indverja og Pakistana og er þá ugglaust ekki allt upp talið.

Að þessu sinni verðan engar myndir í greininni en menn geta fengið nóg af myndum annarsstaðar standi vilji til.

Hvað er það sem rekur okkur mennina til að haga okkur svona?

Sagna greinir frá endalausum hernaði með manndrápum svo langt aftur sem hún nær og eflaust segir það okkur ekkert um það hvenær var byrjað.

Vel getur verið að ,,seinni“ heimstyrjöldin, sem vonandi verður sú síðasta, hafi náð lengst í drápum og óhugnaði.

Hve margir féllu er ekki nákvæmlega vitað en fjöldinn var mikill og það þurfti beitingu kjarnorkusprengna til að slökkva eldinn sem logaði innra með mönnum og rak þá áfram til voðaverka hernaðar.

Sagt er að tekist sé á um hagsmuni en er það ekki eitthvað meira sem að baki býr?

Ritari hefur ekki svör við því en óskandi er að sú stund komi að við lærum að beita skynsemi mannskepnunnar til að vinna úr ágreiningi í stað þess að efla hann með hatri og öðrum neikvæðum tilfinningum.

Góðu fréttirnar í dag eru að menn eru sestir niður til að ræða ágreining, til að leita lausna í deilunum milli Úkraína og Rússa.

Að það geti ekki gengið vegna þess að rússnesku sendifulltrúarnir séu ekki nógu háttsettir er fáránleg rökleysa á samskiptaöld.

Jón getur samið fyrir Gunnu; hann ber bara málin undir hana áður en gengið er frá samningunum.

Málið er ekki flóknara en það, hvað sem herra Zelensky og félagar hans segja.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband