Horfum hærra!

Eftir ársdvöl í þyngdarleysi eru þau komin aftur til Jarðar og í ljós kemur að breyting hefur orðið á líkömum þeirra.

Breyting, sem betur fer mun ganga til baka, eftir því sem talið er.

Sjónin er ekki eins og hún var, andlitin eru þrútin, fæturnir hafa lengst og mjókkað og þau hafa stækkað þ.e.a.s. hækkað!

Læknar eru við öllu búnir og það verður tekið vel á móti þeim en hvers vegna tók þetta svona langan tíma?

Eru samningarnir við Rússa um aðstoð varðandi áhafnarskipti í geimstöðinni runnir út?

Skjámynd 2025-03-18 105442Við vitum fátt um það og vel getur verið að svo sé en fundum þó mynd af því þegar verið er að taka á móti geimförum sem fluttir voru til Jarðar með Soyuz geimfari síðla árs 2016.

Það gerðist áður en menn fundu það út að Rússar væru ómögulegir og að engu hafandi og ekki einu sinni nothæfir til að bjarga fólki!

Þetta eru þjóðirnar sem við sum okkar vonuðum, að myndu starfa saman að geimrannsóknum.

Í stað þess að það yrði gert, rann upp Biden- tíminn með heimilishundinn ómögulega, endalausri gleymsku og misminni, fyrir utan stríðsrekstur af ýmsu tagi.

Að ógleymdu stríði við fljúgandi diska og loftbelgi ýmiskonar.

Ofsagt er að halda því fram, að skipt hafi verið á hvuttanum og fyrrum skemmtikrafti úr austri en lætur samt nærri.

Allt er gott sem endar vel og nú eru þau blessunarlega komin til baka úr geimferðinni löngu og vonandi gengur betur næst.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og þremur?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband