20.3.2025 | 08:13
Aðgát skal höfð í nærveru...
Myndin er úr Le Monde og textinn undir henni er eins og þýðingarvélin skilaði honum.
Vísað er í franska miðilinn Le Mond og í vélrænni þýðingu er fréttin svofelld, nema að hún er ítarlegri og lengri:
Franski rannsóknarráðherrann sagðist hafa áhyggjur á miðvikudaginn eftir þessa ákvörðun bandarískra yfirvalda. CNRS rannsakandinn er sagður hafa gengist undir handahófskennda skoðun við komu hans [til USA], áður en leitað var í tölvu hans og síma.
Þýðingarvélar eru orðnar það góðar að nú getum við lesið án verulegra vandræða hvaða miðla sem er, hvort sem þekking á tungumálinu er til staðar eða ekki.
Það er sem sagt af sem áður var þegar ritari, svo dæmi sé tekið, gerðist áskrifandi að bandarísku tímariti og glímdi svo við að stauta sig í gegnum greinar í því með aðstoð orðabókar, til viðbótar því sem hann hafði lært í ensku!
Gera má ráð fyrir að skilningurinn hafi ekki verið mikill og eflaust misskilningur talsverður; þetta var á tímum stríðsins í Vietnam og löngunin mikil til að sjá sem flest sjónarmið.
Þetta er sem sagt liðin tíð og gaman að sjá hve hin vélræna þýðing virkar vel.
Efni greinarinnar er að segja frá því að franskur vísindamaður ætlaði að heimsækja Bandaríkin.
Fögnuðurinn fyrir vestan varð ekki mikill, því hann hafði tjáð sig um trumpismann og muskismann og það má víst ekki í því ágæta landi!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning