16.3.2025 | 06:53
Viðskipti milli Rússlands og Kína
Sagt er frá því á CNN.COM að viðskipti milli Rússlands og Kína hafi aukist til mikilla muna og að rússneskar vörur njóti mikilla vinsælda í Kína.
Rússneskar vörur þykja traustar og vandaðar samkvæmt því sem fram kemur í frásögninni og eftirspurnin er mikil.
Löndin er nágrannar og fátt er eðlilegra en að þau hafi með sér samstarf af ýmsu tagi og það gera þau en fyrir ritara, er það sem sagt er frá í greininni áhugavert.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að viðskipti milli Íslands og Rússlands - sem verið höfðu nokkur - féllu niður eftir að Rússar sprungu á limminu gagnvart Úkraínu.
Máltækið segir að svo megi brýna deigt járn að bíti og það var gert og eftir stóðu eyðilögð viðskiptasambönd sem búið var að eyða talsverðri vinnu og fé í að koma á.
Þar á meðal fór í súginn sala á heimild til framleiðslu á landbúnaðarafurð í Rússlandi þar sem viðskiptasamningi var sagt upp af hálfu hins íslenska framleiðslufyrirtækis.
Rússneskir framleiðendur létu sér það í léttu rúmi liggja og héldu framleiðslunni áfram eins og verið hafði en þurftu ekki lengur að borga hinum íslensku leyfisgjaldið.
Leyfið var dregið til baka eftir að búið var að kenna hvernig framleiða ætti afurðina og þar sem kunnáttan var orðin til staðar, þá þurfti ekki lengur neitt leyfi!
Og nú blómstra viðskipti milli Rússlands og Kína og þó það komi hinu íslenska viðskiptabrölti ekki neitt við, þá er áhugavert að sjá hvernig lönd geta unnið saman og það ekki síður, þegar ekki er tekið við fyrirskipunum frá stóra bróður aðal en ekki eðal.
Myndirnar eru úr grein CNN, en þar má sjá fleiri myndir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning