1.3.2025 | 13:52
Upphaf enn meiri hörmunga?
BBC segir frá niðurstöðu rannsókna á upphafi þess sem við könnumst við sem stríð Ísraels á Gaza.
Ekki sá ritari að undirliggjandi ástæður þess mikla haturs sem ríkir milli Araba og Ísraels hefði verið skoðað í þessu samhengi en það má rekja langt aftur í sögulegu tilliti.
Ísrael var ,,vakið upp" eftir heimstyrjöldina síðari eftir að mönnum varð ljóst, hvað hafði gerst í Þýskalandi og víðar undir stjórn og með hernaði Nasista.
Heimsbyggðin var í losti eftir að dregið hafði verið fram í dagsljósið hvernig Þjóðverjar og dindilmenni þeirra höfðu hegðað sér á stríðstímanum.
Um þetta má fæðast eftir ýmsum leiðum og t.d. er bókin ,,Ég lifi" þar sem sögð er saga Martin Grey sem er ágæt heimild, þó hún sé ekki nema einn nagli ef svo má segja, í sögu sem aldrei má gleymast.
Það sem vakti athygli ritara þegar hann las sögu Martins og það sem kom honum einna mest á óvart, var hve illa hann bar úkraínskum handbendum Nasista söguna en þar fram kom, að þeir voru jafnvel enn verri en hinir þýsku nasistar sem yfir þá voru settir, t.d í fangabúðunum.
Stríðið milli Rússa og Úkraína að undanförnu hefur vakið ýmislegt upp og gera má ráð fyrir að Rússar muni söguna.
Rússar gleyma ekki því sem gerðist þegar Þjóðverjar og handbendi þeirra og þar á meðal voru Úkraínar réðust inn í Sovétríkin og vísa má til stríðsminjasafnsins í Pétursborg sem dæmi um hvernig sögunni og minningunum er haldið til haga.
Það var hljóður hópur sem skoðaði safnið ásamt ritara fyrir nokkrum árum og auðfundið var að mönnum var brugðið við að virða fyrir sér raunveruleikann.
Íbúar borgarinnar þurftu að líða ómælanlegar hörmungar af hálfu nasista í umsátrinu langa en sögunni tókst að bjarga sem betur fer, þó svo virðist sem nóg sé til að fólki sem sé tilbúið til að gleyma og jafnvel leggur sig fram um að gleyma.
Og enn er barist og sér ekki fyrir endann á og þar eru m.a. íslenskir fjármunir látnir streyma til stuðnings þeim öflum sem vilja halda ófriðnum við og skiptir þá engu máli þó búið sé að skipta um ríkisstjórn í landinu okkar góða og tiltölulega friðsamlega, þó það hafi ekki alltaf verið svo í sögulegu tilliti.
Fyrrverandi ríkisstjórn með vinstrigrænan forsætisráðherra og ,,grænan" utanríkisráðherra, ruddi slóðina fyrir íslenskan stuðning við ,,heiðursmanna" samfélagið sem ,,stjórnar" Úkraínu.
Við spyrjum hvort til standi að eyða aflafé lítillar þjóðar í fjármögnun stríðsátaka víðar um heiminn?
Það er af nógu að taka, standi vilji íslenskra stjórnmálamanna til þess að styðja og hjálpa til við rekstur drápsliða hverskonar og sé vilji til, geta þeir flengst vítt um heiminn til að sanna ágæti sitt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning