Vitskert veröld?

Við lifum á undarlegum tímum, þar sem að því er virðist sem vitstola menn ráði ríkjum. Setninguna hér á undan er því miður hægt að yfirfæra til ýmissa tíma í mannkynssögunni en það er eitthvað í því sem er að gerast núna sem keyrir um þverbak og gerir blogg- blaðrara næstum orðlausan og yfir eitt dæmi um það, er farið í nokkuð langri grein í miðlinum CNN.COM þar sem farið er yfir stöðu mála gagnvart fólkinu, sem hrakið hefur verið af landi sínu allt frá árinu 1948.

Skjámynd 2025-02-12 092259Óreiðukenndur fréttaflutningur hefur borist okkur til eyrna og fyrir augu og staða mála er sú, að framið hefur verið þjóðarmorð á íbúum í Gaza og það er forseti ,,lýðræðisríkisins" Bandaríkjanna sem grípur boltann á lofti og lýsir því yfir að halda skuli eyðingunni áfram og breyta landinu í einhverskonar sólarströnd fyrir ríkt vesturlandafólk.

Það fólk á samkvæmt mati þess ,,ágæta" manns að njóta ávaxtanna af yfirgangi Ísraels með því að liggja þar í makindum og sóla sig á ströndinni, dreypandi á ljúfum drykkjum og veltandi sér í leti.

Íbúarnir sem þar eru eiga einfaldlega að fara burtu og koma sér annað og ef einhver hefur haldið að forsetinn sé að bjóða því til Bandaríkjanna, þá veður sá í villu, því ,,höfðingsskapurinn" nær ekki svo langt, því það eru aðrir sem skulu sitja uppi með vandann.

Svo uppsker hver sem hann sáir, segir í íslensku orðtaki og Ísraelar eru búnir að sá hatri af miklum móð að undanförnu og svo er að sjá sem þeir séu ekki mjög móðir orðnir, enda vel studdir af gyðingaríkinu stóra og öfluga í Ameríku.

Það er einmitt ríkið, sem ætlar að breyta auðninni sem nú er þakin rústum, í sólarströnd og við gerum ráð fyrir að forsetinn trompaði, hugsi sér að vígja herlegheitin þegar búið er að hreinsa til og byggja upp að nýju.

Það er ekki ofsagt að veröldin sé skrítin þessa dagana.

Trump tók við af manni sem ráfaði orðið um af veikum mætti og var augljóslega orðinn hrumur og lúinn.

Fram fóru kosningar og enginn álitlegur kostur blasti við kjósendum til að kjósa, en ef til vill í von um að Trump stæði við stóru orðin og kæmi á friði í stríði vesturlanda við Rússa og/eða öfugt ef menn vilja hafa það þannig.

Lítið hefur gerst í því máli a.m.k. enn sem komið er.
Myndin er fengin af vef CNN


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af einum og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband