Herbergið setuverkfallið og trillan

Í fjölmiðlum hefur verið greint frá því að Sjálfstæðisflokkurinn eigi voða mikið bágt og eins og við vitum þá má rekja vanlíðanina til slæmrar útkomu flokksins í síðustu kosningum. Herbergið og flokkurinn.

Sjálfstæðisflokkurinn tapaði sem kunnugt er miklu fylgi í vetrarkosningunum sem fram fóru til Alþingis og tapi geta fylgt eftirköst.

Skjámynd 2025-02-02 132001Eftirköstin hafa birst með ýmsu móti að undanförnu og enn ein hlið er komin upp á málinu.

Og eftirköst greinilega verið slæm!

Við höfum séð ýmis dæmi um þetta að undanförnu, eins og t.d. framlagamálið, þar sem tekist hefur verið á um greiðslur.

Ekki hárgreiðslur, heldur greiðslur ríkisins til stjórnmálaflokka svo þeim gangi betur að standa straum af starfsemi sinni.

Morgunblaðið var duglegt að fjalla um það mál, eða þar til að vindurinn fór skyndilega minnkandi og svo er komið, að lítið er orðið fjallað um málið í málgagni flokksins, nema ef til vill í herberginu stóra með myndunum óhreyfanlegu á veggjunum.

Ástæða hins skyndi- minnkaða áhuga reyndist vera að í ljós kom að Sjálfstæðisflokkurinn hafði orðið fyrir því að ,,gleyma” að haka í einhvern reit til að eiga rétt á greiðslunum.

Pínlegt var það og pínlegt er það, en svona er það nú samt og menn verða að taka því sem gerist og það gerðu Sjálfstæðismenn, líkt og gerist þegar stungið er gat á blöðru, þá streymir loftið út þar til sami þrýstingur er orðinn utan og innan blöðruveggja.

Eða eitthvað valt og úr því fór allt og síðan er ekki rætt meira um það!

Einhverstaðar verða allir að vera og Sjálfstæðismenn eru eins og kunnugt er íhaldssamir og því verða þeir að fá að vera í sínu gamla herbergi, annars gætu þeir misst haldið.

Hugsum okkur að svo færi að þeir fengju það ekki og það sem myndi gerast þá.

Það sem gæti gerst væri hvorki meira né minna en það, að þeir gætu lent á fundi hjá Samfylkingunni og orðið fyrir vinstra smiti, gerst jafnaðarmenn en ekki ójafnaðar, sem ritari telur reyndar að þeir séu ekki endilega en þó kannski pínu eins og börnin segja!

Ritari hefur kynnst mörgum Sjálfstæðismönnum og ekki reynt þá að því að vera ójafnaðarmenn og jafnvel á köflum hreina jafnaðarmenn.

Framsóknarmenn ættu að vilja sækja fram samkvæmt því sem nafnið segir en þeir geta átt það til að vera afturhvarfsmenn þegar svo ber undir.

Sjálfstæðismenn vilja vera sjálfstæðir a.m.k. stundum en hvort þeir verða sjálfstæðari í réttu herbergi er hreint ekki víst!

Í lokin má svo benda á að myndir má taka niður af veggjum og færa annað þó sjálfstæðar séu!


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sjö og fimm?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband