25.1.2025 | 09:24
Hvenær er flokkur stjórnmálaflokkur?
Deilt um keisarans skegg?
Hvenær er flokkur stjórnmálaflokkur og hvenær ekki, það er efinn þessa dagana.
Morgunblaðið hefur að undanförnu staðið fyrir umræðu um, að ,,Flokkur fólksins sem svo er kallaður af meðlimum hans, sé ekki stjórnmálaflokkur, heldur félagsskapur fólks sem boðið hefur sig fram til starfa á Alþingi.
,,Rétt skal vera rétt, eins og þar stendur en fram hefur komið að vegna þess að flokkurinn umræddi sé ekki skráður sem stjórnmálasamtök, eða væntanlega ,,flokkur með ,,stjórnmála nafnbót, þá eigi hann ekki rétt á greiðslum þeim sem flokkar fá, þ.e.a.s. ef þeir ná að fá fulltrúa á Alþingi í til þess gerðum kosningum.
Hvenær er flokkur stjórnmálaflokkur og hvenær ekki, það er efinn!
Ritari telur rétt að taka það fram að hann er ekki félagi í umræddum flokki og sér ekki fram á að vera á leiðinni með að verða það.
Augljóst má vera að hér er verið að deila um keisarans skegg, því flokkur sem nær að fá kosna fulltrúa á Alþingi, hlýtur að vera stjórnmálaflokkur í raun.
Hvort sem mönnum líkar við Flokk fólksins eða ekki kemur málinu ekki við, að mati þess sem þetta skrifar og hann hefur ekki fram til þessa haft hugmyndaflug til að geta ímyndað sér að mál málanna sé, að orðið ,,stjórnmála, þurfi að vera kirfilega notað við skráningu félagsskapar af þessu tagi til að möppuflettarar geti skilið að um stjórnmálasamtök sé að ræða.
Á Alþingi eru flokkur sjálfstæðis- framsóknar- samfylkingar- pírata- viðreisnar o.s.frv. og enginn hefur efast um það fram til þessa að um stjórnmálflokka sé að ræða og skiptir þá engu hvaða álit menn hafa á umræddum samtökum.
Það skal tekið fram að undirritaður er ekki lærður í lögum en hvað sem því líður og hvaða álit sem hann hefur á umræddum Flokki fólksins sem svo kallar sig, þá hlýtur hann að vera stjórnmálaflokkur, fyrst hann hefur náð kosningu til Alþingis og náð að vera með ráðherra í ríkisstjórn.
Lögin segja víst annað, en er það ekki dálítið sérstakt svo ekki sé meira sagt, að flokkur sem ekki er stjórnmálaflokkur megi sitja í ríkisstjórn og á Alþingi og taka þátt í því að setja lög?
Það skal tekið fram, til að fyrirbyggja misskilning, að ritari er ekki í Flokki fólksins sem svo kallar sig og er hreint ekki á leiðinni þangað!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Margoft í gegnum árin hefur komið fyrir að flokkar sem jafnvel hafi verið í ríkisstjórn hafi fengið úthlutað styrkjum þrátt fyrir að vakin hafi verið athygli á því að þeir uppfylltu ekki öll skilyrði laga. Viðbrögðin hafa alltaf verið á þá leið að hnippa í viðkomandi flokka og benda þeim á að gera úrbætur á því sem vantaði upp á og svo hefur verið svarað þannig að þetta hafi bara verið "formgalli" sem búið sé að laga, eftir á.
Ef gæta á samræmis í framkvæmd hlýtur því að vera nóg að þessi flokkur geri nauðsynlegar úrbætur, sem er sagt að verði gert á næstunni. Annars væri um að ræða ólíka meðferð sambærilegra mála sem er brot á jafnræðisreglu.
Auk þess gerðu kjörstjórnir engar athugasemdir við lögmæti þessa framboðs í nýafstöðnum kosningum, en í kosningalögum er einmitt vísað til laga um starfsemi stjórnmálasamtaka, sömu laganna og nú er haldið fram að sami flokkur brjóti í bága við. Alþingi úrskurðaði kosningu þingmanna þessa flokks líka gilda árið 2021 en þá var staðan nákvæmlega sú sama og hún er í dag.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2025 kl. 20:55
Samkvæmt lögum er það skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði og frá sveitarstjórnum er að viðkomandi stjórnmálasamtök séu skráð í samræmi við nánar tilgreind viðmið í viðkomandi lögum. Ekkert slíkt ákvæði er skilyrði við ákvörðun um gildi framboðslista fyrir alþingiskosningar í kosningalögum.
Spurt er hvenær flokkur sé stjórnmálaflokkur. Með sama hætti má spyrja hvenær félag sé hlutafélag. Það er einungis þegar farið er að ströngum formskilyrðum. Hvort hugur stofnenda hafi staðið til að stofna hlutafélag skiptir einfaldlega engu. Skiljanlega.
EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 25.1.2025 kl. 23:22
Einar. Það er víst sama skilyrði í kosningalögum. Flettu því endilega upp.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2025 kl. 23:58
... og lagagreinin er?
EINAR S HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 26.1.2025 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.