Hvað olli hugarfarsbreytingunni?

 

Fyrir nokkru féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem varð til þess að fyrirhuguð Hvammsvirkjun í Þjórsá komst í uppnám.

Það góða í málinu virðist vera, að dómurinn hefur orðið til þess að óvænt samstaða virðist hafa náðst um að við svo búið megi ekki standa. 

Skjámynd 2025-01-21 133618Flokkarnir sem lufsuðust til að vera saman í ríkisstjórn árum saman með svökölluðum ,,Vinstri grænum”, án þess að koma nokkru fram sem máli skipti hvað varðar orkuöflun, styðja nú áform um að stíga fram og höggva á kyrrstöðuhnútinn! 

Það er rétt að geta þess sem vel er, og gott að menn átti sig þó seint sé.

Skjámynd 2025-01-21 133443Ráðherra orkumála vill og er að láta endurskoða lagaflækjubálkinn, sem fyrrverandi stjórnvöld skildu eftir sig og nú bregður svo við að stjórnarandstaða - fyrrverandi ríkisstjórnarflokkar - stíga fram og vilja að eitthvað sé gert til að leysa þetta klúður.

Skjámynd 2025-01-22 075709Öðru vísi áður brá, þegar flokkarnir sem áður sátu í skjóli Vinstri grænna, létu það gott heita, þó flest sem til framfara horfði sæti fast í kyrrstöðu hins vinstrigræna dellumaks!

Það má hverjum manni vera ljóst að án orku verður illbúandi í löndum nútímans og því er rétt að fagna þessum hugarfarsbreytingum sem fram eru komnar.  

Eftir situr spurningin um hvernig Framsóknarflokkarnir tveir gátu sætt sig við Vinstrigrænu dellurnar í sjö ár, sjálfum sér til vansæmdar og þjóð sinni til skaða?

Höfum líka í huga, að málið sem hér er til umræðu, er alls ekki það eina sem sat fast þann tíma sem hið furðulega ,,samstarf" stóð yfir.

(Klippurnar eru úr Morgunblaðinu.)


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband