Nýr utanríkisráðherra bregður sér af bæ

Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu.

Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum miðlum og t.d. má benda á grein á BBC, þar sem farið er yfir stöðuna og ekki síst hvernig hægt verði að ljúka átökunum.

Skjámynd 2025-01-08 070003Nýútsprunginn íslenskur utanríkisráðherra lét það verða eitt sitt fyrsta verk í embætti, að feta í fótspor þeirrar sem verið hefur í hlutverkinu undanfarin ár.

Og á mbl.is, þar sem mynd er af frúnni með starfsbróður sínum austur þar segir:

,,Ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, Andrí Si­bíha, þakkaði Íslandi fyr­ir tveggja millj­óna evra stuðning við her­gagna­fram­leiðslu Úkraínu á fundi sín­um með Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur í dag.“

Þá segir: ,,Þor­gerður er í Kænug­arði í sinni fyrstu op­in­beru heim­sókn sem ut­an­rík­is­ráðherra Íslands.“

Nýr utanríkisráðherra, blautur á bakvið eyrun í embættinu, lætur það verða sitt fyrsta verk að feta í fótspor þess fyrri, enda af sama pólitíska uppruna.

Samkvæmt úkraínskum miðli sem vísað er til í frétt ruv.is er eftirfarandi sagt (skv. vélrænni þýðingu):

,,Við erum þakklát Íslandi fyrir nýlegt framlag upp á meira en 2 milljónir evra til framleiðslu úkraínskra vopna […].“ segir ráðherrann.

Það þótti gott í upphafi stríðsins, að senda Úkraínum hlýjan íslenskan fatnað, auk þess sem bröskurum var boðið að flytja inn til Íslands kjötafurðir sem framleiddar voru með vafasömum hætti og eftir því sem síðar kom fram, var rekstur sem stundaður var af hollenskum bröskurum, sem fluttu síðan gróðann af framleiðslunni í hollenska banka.

Gróðinn af framleiðslunni varð sem sagt eftir í Hollandi!

Þessar afurðir hafa verið til sölu í sumum verslunum fram undir það síðasta og eru e.t.v. enn og eru væntanlega þeirrar náttúru að geta ekki runnið út á tíma, hugsanlega fyrir tilstuðlan hinna ,,fjölónæmu“ baktería sem fylgja með í kaupunum!

Það væri einnar messu virði, að einhver taki það nú saman, hve miklu fé frá íslensku þjóðinni hefur verið ráðstafað til ráðamanna í Úkraínu.

Gera má ráð fyrir að það sé óraunhæft að fá það upplýst með trúverðugum hætti, hvernig því fé hefur síðan verið varið, af þeim sem við því tóku.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband