Hatrið og eftirmálarnir

Á CNN.COM er sagt frá því að ísraelskir hermenn geti staðið frammi fyrir lögsókn vegna hernaðar Ísraels á Gaza og hugsanlega víðar.

Í greininni sem hér er vísað til og sem nálgast má á tenglinum, er sagt frá því að almennur hermaður sem einungis gerði það sem honum var sagt að gera, hafi orðið að forða sér frá Brasilíu undan mögulegri málsókn, vegna þátttöku sinnar í hernaði Ísraels gegn íbúum landsins.

Ástandið í Ísrael og Palestínu rekur sig allt aftur til uppgjörs alþjóðasamfélagsins við seinni heimsstyrjöldina.

Heimsbyggðin var í áfalli eftir að framferði nasista var opinberað og viðhorfið var, að tryggja þyrfti Gyðingum land til að búa á og niðurstaðan varð, að þeir ættu rétt á landi þar sem þeir hefðu verið til forna og af því leiddi að stofnað var Ísrael.

Það þótti ekki taka því að taka inn í jöfnuna að á svæðinu bjó fólk, sem hafði búið þar um aldir.

Afleiðingarnar höfum við síðan verið að sjá allar götur síðan í stjórnlausum yfirgangi, og ofbeldi sem beitt hefur verið á báða bóga, en vert er að hafa í huga að aflsmunurinn er afar mikill s.s. sjá má af stuðningi bandarískra yfirvalda við stjórn Netanjahu.

Það hlýtur að vera erfitt að sætta sig við og skilja, að fólk birtist í nútímanum, sem segist eiga rétt á landinu sem forfeður þeirra bjuggu á í fornöld birtist og krefjist þess ,,réttar“ og að nú skuli menn koma sér á brott með sig og sína en megi (ó)vinsamlegast skilja eftir allt ,,sitt“ og ef þessu boði verði ekki hlítt, þá muni menn hafa verra af.

Frammi fyrir þessu er staðið og móðurríkið vestan Atlantshafsins sér um að tryggja, að ríkið sem þannig varð til, geti lifað og dafnað.

Og það hefur gengið nokkuð vel.

Að sama skapi hefur þjóðinni sem fyrir er á svæðinu gengið illa; hefur verið hrakin af landi sínu og skemmdarverk unnin á ræktun þeirra s.s. ólífutrjám, sem langan tíma tekur að rækta áður en þau skila afurðum.

Sagan segir að hin vel menntaða þjóð í Ísrael sé búin að koma sér upp kjarnavopnum, eða að minnsta kosti sé í fullum færum um að gera það og því er full ásæða til að óttast.

Reyndar hafa borist af því fregnir að fleiri hafi fiktað við slík vopn á þessu svæði og því er full ástæða til að hafa áhyggjur af stöðu mála á svæðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Það er ekki nýtt að framandi þjóðir ryðjist inn í lönd þar sem fólk býr fyrir og reki það í burtu, þetta hefur tíðkast frá ómunatíð.

Í fyrri heimsstyrjöld ráku Tyrkir íbúa Vestur-Armeníu út í eyðimörk þar sem fjöldi þeirra varð úti. Þá voru allir grískumælandi íbúar Anatólíu reknir úr landi.

Eftir síðari heimsstyrjöld voru allir íbúar austurhéraða Þýskalands (10-14 millj) reknir burt vestur á bóginn þar sem þeir fengu hæli í þýskum borgum sem voru meira eða minna í rúst.

Nýjasta dæmi um brottrekstur er þegar Aserar ráku um hundrað þúsund Armena burt frá Nagorno Karabak, haustið 2023, þar höfðu þeir búið í þúsundir ára. Þeir munu þó hafa fengið hæli í Armeníu. Um þetta var varla rætt, kannski vegna Gasa. 

Með stofnun Síonistahreyfingarinnar á 19.öld sóttust gyðingar eftir að komast til "Landsins helga" sem þá var hluti af Sýrlandi, skattlandi Tyrkjasoldáns. Landið var þá fámennt og strjálbýlt. Keyptu gyðingar jarðir af soldáni og þótti heimamönnum nóg um, sendu þeir nefnd á fund soldáns til þess að kvarta yfir því.

En það var þó ekki fyrr en eftir Balfour yfirlýsinguna og yfirtöku Breta á Palestínu að gyðingum fór að fjölga til muna, en Aröbum fjölgaði líka og jafnframt óx fjandskapur á milli þessara hópa.

Eins og allir vita þá endaði þetta allt með ósköpum og stríði sem lauk með sigri gyðinga, flæmdust um 700 þús. "Palestínumenn" í burt frá heimilum sínumm og lentu annað hvort á Gasa eða í flóttamannabúðum í arabískum bræðralöndum. Munu þeir eða afkomendur þeirra vera þar enn þann dag í dag nema þeir hafi komist til einhverra Evrópulanda.

Auðvitað hafa arabískir Palestínumenn orðið fyrir yfirgangi og kúgun af völdum Ísraelsmanna, ekki síst í seinni tíð. En þeir geta að sumu leyti sjálfum sér um kennt, skotið sjálfa sig í fótinn. Hefði ekki verið skynsamlegra að sætta sig við orðinn hlut? Friðsamleg sambúð stóð þeim til boða. Kannski hafa þeir litið niður á gyðinga, talið þá annars flokks fólk, og nú er það orðið gagnkvæmt.

Loks má geta þess að yfir 800 þús. gyðingar bjuggu í Arabalöndum fram á miðja síðustu öld og höfðu verið þar þar í þúsundir ára, t.d. í Alexandríu, Jemen og Mesopótamíu (Irak). Þeir fengu að lifa þar í friði gegn ákveðnu gjaldi en voru alltaf álitnir annars flokks fólk. Um miðja síðustu öld voru þeir allir reknir í burt, alslausir, og fóru til Ísrael. Þó munu einhverjir gyðingar búa í Marokkó.

Hörður Þormar, 8.1.2025 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tólf?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband