14.12.2024 | 06:35
Stjórnarmyndun og stjórnarómynd
Það er frekar þungt hljóð í töpurum vetrarkosninganna til alþingis, sem fram fóru fyrir fáum dögum.
Fjármálaráðherrann fráfarandi vill ekki kannast við að ríkissjóður sé illa staddur og telur að [ ]þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur, því þetta lá fyrir við afgreiðslu fjárlaga,, eftir því sem haft er eftir honum í Vísi.
Hann bregst þar við orðum Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar, sem mun hafa sagt sem svo, að fráfarandi ríkisstjórn skilji eftir sig verra bú en haldið hafi verið fram.
Kristrún mun hafa sagt það, þegar hún útskýrði hvers vegna það tæki tíma að fara yfir málin og mynda nýja ríkisstjórn, að það sem m.a. tefði væri:
Fyrst og fremst er það vegna þess efnahagsstaðan er lakari, [ ]. Það eru hægari umsvif í hagkerfinu, meðal annars vegna þess að vextir hafa verið svo gríðarlega háir að þeir hafa haldið niðri fjárfestingu og umsvifum. Þetta þýðir að við þurfum að passa okkur betur hvernig við högum stöðu ríkisfjármála og vali aðgerða
Eins og við vitum, þá eru Framsóknarmenn öðrum betri í því að fara með almannafé og því er von að þeim sárni þegar þeim er bent á hvernig staðan í raunheimum er, efir að þeir hafa mótað og hnoðað ríkissjóð eftir sínu höfði um árabil.
Fráfarandi forsætisráðherra er jafnvel enn sárari, þar sem hann segir skv. fyrirsögn í mbl.is ,,að valkyrjustjórnin sé búin að pakka í vörn.
Það er álitamál hver pakkar hverju og fyrir hvern en ljóst er, að ríkissjóður stendur ekki eins vel og fráfarendur vilja vera láta.
Það þekkja það margir, að það getur verið erfitt að horfast í augu við að illa hafi til tekist, auk þess sem ,,höfnun er ekki sérstaklega örfandi, en að stjórnmálamenn vilji ekki viðurkenna óþægilegar staðreyndir, ætti engum að koma á óvart.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning