Konur eða karlar

Það er þung alvara í grein sem lesa má í Heimildinni, þar sem segir frá því að vísa eigi ungri konu úr landi – ekki til Sýrlands þaðan sem hún kom – heldur til Venezúela, en þaðan mun hún hafa komið til Sýrlands.

Það stendur sem sé til að vísa henni til landsins sem hún flúði frá í uppphafi, væntanlega að brýnni þörf.

Það á ekki að vísa henni til landsins sem hún kom frá til Íslands, heldur til landsins sem hún flúði upphaflega þ.e.a.s. Venúsela.

Kona þessi mun hafa unnið sér það til vanhelgi að hafa verið tilnefnd til verðlaunanna ,,Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur” vegna starfa sinna við að hjálpa til við ,,sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um”, skv. því sem segir í umfjöllun Heimildarinnar um málið.

Sagan er ótrúleg og við höfum veika von um að hún sé ósönn en vitum samt, að ekki verður logið upp á rökleysurnar í kerfinu okkar! 

Það eru aðrar konur sem við fylgjumst mest með þessa dagana og það eru skytturnar þrjár, Valkyrjurnar, sem komu sáu og sigruðu í alþingiskosningunum, sem haldnar voru fyrir nokkrum dögum.

Hvort þeim tekst eða hvort þeim tekst ekki, að koma saman ríkisstjórn, á eftir að koma í ljós.

Það væri satt að segja dálítið skemmtilegt og nýstárlegt líka, ef það tækist að mynda ríkisstjórn sem leidd væri að þremur konum.

Fram til þessa hafa það verið karlar sem hlotið hafa það hlutverk að vera í forystu fyrir íslenskar ríkisstjórnir en þó með einni eða tveimur undantekningum.

Hvort ,,þeirra tími mun koma” vitum við ekki en við getum vonað og svo vonum við líka að ef úr þessu verður, að þá lánist þeim vel, að gæta hagsmuna lands og þjóðar.

Vonum sem sagt hið besta en erum viðbúin hinu versta, eins og við höfum alltaf verið!

Hvers kyns forystumenn ríkisstjórnar eru ætti ekki að skipta máli, en kannski er það þó þannig þegar litið er ofan í sálartetur þeirra sem fastir eru í hefðinni!

Við höfum misjafna reynslu af ríkisstjórnum, sem ekki verður farið yfir í þessum pistli, en við munum að nær allar hafa þær verið leiddar af körlum eins og fyrr sagði.

Konur, valkyrjur sem aðrar, sitja jú heima og gæta bús og barna, er það ekki?

Tímarnir eru breyttir og því getum átt von á því að, – þó lang- oftast séu konur best til þess fallnar að sjá um og gæta þess sem dýrmætast er – að þá séu það oftast karlarnir sem stjórna heilu þjóðunum!

Hvers vegna er það? Er það vegna þess að þeir séu betur af guði gerðir til þess? Líklega ekki, en myndast hefur hefð, sem líklega er til orðin vegna þeirrar staðreyndar að það eru konurnar sem fengið hafa það hlutverk að gæta bús og barna; ganga með börnin, fæða þau í heiminn og annast þau síðan.

Er það ekki góð undirstaða til að byggja á, þegar gæta á hagsmuna þjóðar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og þrettán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband