Ríkið styrkir fjölmiðla

Við munum þá tíma þegar fjölmiðlar voru í fjárhagslegu basli og þurftu að hafa allar klær úti til að geta haldið sér á floti.

Nú er komin önnur tíð með blóm í haga og menn þurfa ekki að hafa eins mikið fyrir því að afla sér tekna til að geta t.d. borgað starfsfólki, þó ekki sé nema einhver laun.

Launin voru ekki alltaf greidd áður fyrr samkvæmt taxta og það gat orðið bið eftir greiðslum og því var lifað sparlega og reynt að fara vel með.

Oft var um að ræða hugsjónastarf, sem menn fórnuðu sér og sýnum fyrir og kröfurnar sem gerðar voru, fólust fyrst og fremst í því að koma t.d. ,,blaðinu“ út, fá sem flesta áskrifendur og helst eitthvað af auglýsingum og síðast en ekki síst styrki frá vildarvinum.

Allt þetta þurfti að rukka inn og það var barist í bökkum en fólk lagði mikið á sig til að geta komið t.d. málgagninu út.

Nú eru aðrir tímar með blóm í haga og í Viðskiptablaðinu er frétt sem vakið hefur athygli ritara.

Þar er þann 5. nóvember 2024 sagt frá því að úthlutað hafi verið styrkjum til fjölmiðla samtals að upphæð um 550 milljónum króna.

Sagt er frá því, að úthlutað hafi verið tæplega 551 milljón, eða eins og segir í inngangi fréttarinnar:

Til út­hlutunar voru 557,2 milljónir kr. að frá­dregnum kostnaði vegna um­sýslu, sér­fræðiað­stoðar, aug­lýsinga, þóknunar fyrir störf út­hlutunar­nefndar o.fl. sem var um 1,1% af heildar­fjár­hæð eða 6.298.068 kr.

Til út­hlutunar voru því 550.901.932 kr.“ Hér verður einungis getið þeirra sem fengu hæstu styrkina en í frétt miðilsins, sem hægt er að nálgast á tenglinum hér að ofan er taflan öll eins og hún birtist í blaðinu. Þeir sem hæstu styrkina fá samkvæmt fréttinni eru: Árvakur og Sýn með styrki á annað hundrað milljónir og síðan koma: Bændatorgið, Fjölmiðlatorgið, Fröken ehf., Myllusetur ehf., Sameinaða útgáfufélagið ehf., Skessuhorn, Sólartún og Víkurfréttir með á annan tug milljóna.

Aðrir fá minna samkvæmt fréttinni og ef rétt er talið bætast 17 aðilar við sem fá styrki sem eru innan við tug milljóna.

Samfélagið hefur sannarlega breyst frá því sem áður var og þetta er aðeins eitt dæmi um það en hvort rétt er gefið á þessa jötu, er ritari ekki fær um að dæma.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband