Hvert fór fylgið og hvers vegna?

Í Heimildinni er farið yfir það hvernig fylgið við stjórnmálaflokkana hefur hreyfst frá síðustu kosningum.

Hvaðan kom það, hvert fór það og hvar er það, fylgið sem flokkarnir fengu síðast þá er kosið var til Alþingis?

Það er líka farið yfir það hvernig fylgið við stjórnmálaflokkana hefur hreyfst frá síðustu kosningum. Hvaðan kom það og hvert fór, fylgið sem flokkarnir fengu síðast.

Önnur eins hreyfing á fylgi milli flokka og nú er, hefur varla sést áður og sé skoðanakönnunum treystandi er einn fyrrverandi stjórnarflokkur á leið út af þingi en ýmsir aðrir flokkar blómstra sem aldrei fyrr.

Menn uppskera eins og þeir sá, segir gamalt máltæki og ekki er annað að sjá en það ætli að rætast núna, Vg virðist vera á förum eftir sjö ára daður við, Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.

Réttara væri samt að kalla það daður við Vg hvernig Framsókn- og Sjálfstæðisflokkur hafa beygt sig undir vilja Vinstri grænna í stjórnarsamstarfinu.

Sem stendur er það Miðflokkurinn sem fitnar sem púkinn á fjósbitanum, því þangað fer fylgi Sjálfstæðisflokksins að miklum hluta og reyndar eru það stjórnarflokkarnir allir sem verða fyrir verulegu höggi, ef úrslit kosninganna verða nærri skoðanakönnunum.

Ætli ekki megi segja, svo haldið sé í máltækin, að ,,menn uppskeri eins og þeir sá“ og að í sumum tilfellum ,,leiti klárinn þangað sem hann er kvaldastur”?

Það eru líkast til ekki þung spor fyrir fólk að yfirgefa þau sem haldið hafa í ríkisstjórnartaumana undanfarin sjö ár.

Og það hefur gengið á ýmsu, uppákomurnar verið margar og undarlegar og hér verður aðeins nefnt hvalveiðibann, virkjanabann og almenn viðleitni til að banna flest sem horfir til framfara, auk takmarkalítils innflutnings á fólki, hundum og köttum!

Menn ætluðu að slá sér upp með ýmsu, eða allt frá engu og upp í eitthvað meira!

Hvers vegna er það sagt?

Það er vegna þess, að sé farið yfir feril þessarar ríkisstjórnar, stendur ekki steinn yfir steini í: strandveiðimálum, hvalveiðimálum, samgöngumálum, heilbrigðismálum, innflytjendamálum, utanríkismálum…

Einn er þó sá ráðherra sem reynt hefur að vinna vinnuna sína með vönduðum og yfirveguðum hætti. Þar er um að ræða konu úr Hveragerði, sem alin er upp við það, að framsóknarmennsku eigi að varast og ekki taka til fyrirmyndar.

Þau sem fyrir voru er hún kom inn í ríkisstjórnina höfðu um annað að hugsa og reyndu að slá sér upp á ,,kófinu” og ófriðnum í austur- Evrópu svo dæmi sé tekið.

Það gerðu þau með því að segja Rússum stríð á hendur með barnalegum tilburðum eins og sendiráðslokunum og því að bjóða NATO- kjarnorkukafbáta velkomna í íslenskar hafnir.

Auk alskyns stuðningi við stjórnvöld sem efast má um að séu stjórn í merkingu þess orðs, í ríki sem sumir efast um rísi undir nafni og stjórnvöld sem enga stjórn höfðu á ríki sínu með alkunnum afleiðingum.

Það verður svo sannarlega ekki sagt að ekki hafi verið reynt en það hefur nær allt mistekist og nú eru meistarar fjassins meira að segja farnir að æsa sig yfir framkvæmdunum við Landspítalann og þéttingu byggðar í Reykjavík, sem þeir hamast síðan sjálfir við að framkvæma á Valhallarlóð sinni!

Og við bætist ,,Borgarlína“, auk takmarkalítillar ástar á flugvöll í miðbæ Reykjavíkur.

Flugvallarást sem er slík að hún yfirtekur flest og það ekki síst hjá framsóknarmönnum í Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og Miðflokki.

Verði samgöngur bættar í Reykjavík, byggingu spítalans lokið og flugvellinum fundinn annar og betri staður, verða viðhorfin önnur og þá verður það efalítið svo, að langflestir myndu vilja þær Liljur kveðið hafa.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband