23.10.2024 | 07:26
Dýrin og pólitíkin
Enn eru það blessuð dýrin sem við virðum fyrir okkur og það er ekki alltaf gott að ráða í hvað þau eru að hugsa en ef það er um íslenska pólitík, þá er ekki að undra þó þau séu bæði hugsi og séu á verði.
Fylgi flokkanna er nálægt því sem súluritið sýnir og ef eitthvað er til að undrast, þá er það, hve íhaldsflokkarnir fjórir - Framsóknarflokkurinn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins, Sósíalistaflokkurinn, Miðflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð - njóta mikils stuðnings.
Það er Samfylkingin ein sem rís hæst í fylgi þegar könnunin er gerð, er með um 25% og ef hinir flokkarnir ná saman að loknum kosningum og ef niðurstöður þeirra verða svo sem þessi könnun leiðir í ljós, þá er sjálfgefið að við munum búa við ríkisstjórn margra flokka; flokka sem flestir hafa lítið fram að færa.
En við skoðum fleira og sjáum að það er hægt að magna með sér áhyggjur af nánast hverju sem er og kona sem hefur áhyggjur af norðurljósarannsóknum er í framboði.
Hún er áhyggjufull um sumt og annað ekki eins og gengur og eftir henni er haft að ,,á þeim tímum sem við lifum, er ofboðslega mikilvægt fyrir Ísland að fullorðnast í því hvernig við horfum á heiminn..."!
Hvort hún hefur áhyggjur af því sem fram kemur í aðsendri grein um vopnakaup íslensku þjóðarinnar (í Morgunblaðinu) er ekki gott að segja.
Við vitum að áhyggjur geta verið valkvæðar, ef svo má segja, að minnsta kosti ef þær eru fundnar upp og búnar til á staðnum.
Hún ætti kannski að hafa áhyggjur af því sem fram kemur í greininni hér að ofan en í henni er fullyrt, að vopnakaup íslensku þjóðarinnar handa Úkraínu hafi verið landráð.
Hafi einhver gerst sekur um landráð ætti sá að skoða sinn gang en vel getur verið að skoðun frambjóðandans sé sú, að ásökunin sé ekki svaraverð og það þó hún hafi birst í aðsendri grein í blaði allra landsmanna, eina dagblaðinu sem eftir er, þ.e. Morgunblaðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.