Brúarsmíði, umhverfisbætur og fleira

Haldinn var ,,skyndifundur" um brú yfir Ölfusá, eftir að lítið hafði heyrst Skjámynd 2024-09-30 100349um það annað en að til stæði, að taka brúna í notkun fyrir næstu áramót.

Trúlega hefur þar verið um mismæli eða misskilning að ræða, því mannvirki af þessari gerð, verður ekki riggað upp á nokkrum vikum og ekki má gleyma því að fram kom, að gleymst hafði að hanna brúna og að það verður ekki gert í skyndingu.

Orð eru til alls fyrst og nú er komin af stað umræða um brúna, sem fram til þessa hefur ekki verið annað en útlitsteikning og óskandi er, að hönnunin fari sem fyrst af stað svo mannvirkið geti orðið að veruleika.

Þó einhverjum kunni að þykja það merkilegt að fossar skuli finnast í Skjámynd 2024-09-30 101247Flóanum, þá er það nú svo, að þeir eru þar, og Urriðafoss er ótrúlega tilkomumikill, þó sumir hafi vilja kalla hann eitthvað annað en foss.

Ekki minnkar gildi hans við það, að hægt er að ná út úr honum 125 MW af raforku með virkjun, en að af því verði á tímum þar sem orku má ekki afla vegna þess, að vatnið sem virkjað yrði gæti breyst í rafmagn og orðið þar með ósýnilegt, er frekar ólíklegt!

Enginn hefur séð þessi undur gerast en þau gerast samt, að mati umhverfisvæningja allskonar.

Sá sem þetta ritar hefur margoft bent á að heppilegra sé að flytja þunga Skjámynd 2024-09-30 102544vöru með strandferðaskipum til Reykjavíkur til útflutnings, en að flytja gámana í stykkjatali á flutningabílum eftir veikburða vegakerfi landsins.

Það var gert og er gert að einhverju marki, en eins og flestir vita er vegakerfið að sligast undan þungaflutningum og því ætti að vera hægt að ná samstöðu um að breyta til í þessu efni og hætta helst öllum  landflutningum af þessu tagi.

Fámenn þjóð í stóru landi getur ekki leyft sér að fara illa með mannvirkin sem notuð eru til að tengja landshlutana saman og ritari treystir sér til að fullyrða, að sjórinn sligast ekki undan skipunum sem um hann fara!

Vinstri græn munu vera til þrátt fyrir allt og ekki gengin inn í Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokkinn, líkt og menn gætu haldið.

Þau eru að hugsa um ,eitthvað lífrænt' og loftslag og jarðveg.

Eru sem sagt á jörðinni einstöku sinnum án þess að við verðum mikið vör við að svo sé.

Skjámynd 2024-09-30 102746Því til sönnunar ljúkum við þessu, með að sýna þessa klippu af frásögn af áhugasviði menntamálaráðherrans, sem er að kynna drög að einhverjum viðbrögðum við einhverju sem kennt er við PISA!

Þetta er vafalaust allt verulega djúpt og merkilegt en eins og við vitum er dálítið áríðandi að kenna börnum að lesa sér til gagns og vonandi verður það gert hvað sem könnunum af þessu tagi líður!

Og ekki er verra að geta reiknað dálítið líka!

(Allar klippur í þessu bloggi eru fengnar úr Morgunblaðinu þann 30/9/2024)


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af sex og fimmtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband