Ætlun við aldrei að þroskast?

Í Washington Post er sagt frá því að vopnadótið sem gefið hefur verið til Úkraínu, sé ekki að standa sig svo sem vonir hafi staðið til af hálfu hinna Skjámynd 2024-08-22 134450gjafmildu þjóða.

Tímasetning fréttarinnar er ,,24 maí, 2024 kl. 10:57".

Við fáum misvísandi fréttir af því sem er að gerast á vígstöðvunum og erum á stundum í talsverðum vanda við að átta okkur á hvað er satt og hvað er ósatt; hvað er óskhyggja og hvað eru staðreyndir.

Eitt er þó víst og það er, að ástæðan fyrir því að vopnin sem um er rætt í WP, duga ekki til þeirra illu verka sem þeim er ætlað að vinna er að Rússar kunna ráð við þeim!

Stríðið byrjaði þegar rússnesk stjórnvöld sprungu á limminu og réðust inn í sjálfsstjórnarsvæðin sem samið hafði verið um að svo yrðu kölluð.

Lítið er fjallað í vestrænum miðlum, um hvað varð til þess að þeir brugðust við og beittu her sínum, svo sem við höfum getað fylgst með að undanförnu.

Okkur rámar í sumt, eða allt frá stuldi á gasi sem átti að fara til vestur- Evrópulanda, sem sumum finnst, sem hafi náð hápunkti þegar Nord Stream lagnirnar voru sprengdar í sundur og yfir í hörmulegan verknað eins og þann, að hollensk farþegaflugvél var skotin niður.

Ýmislegt fleira hafði gengið á eins og t.d. fjöldagrafirnar sem fundust, sýndu fram á.

Allt er þetta liðin tíð með ljótri sögu en er þá undanfari þess sem síðar gerðist og er enn að gerast.

Það sem ritari þessa pistils vill benda á, er að skoða þarf þessa atburði líkt og marga fleiri í ljósi þess sem á undan er gengið, þó það breyti ekki því, að gæta þarf hófs í viðbrögðum.

Í frásögn þeirri sem hér fylgir með er sagt frá sókn Rússa en síðustu daga höfum við verið frædd um sókn Úkraína.

Þetta kann að hljóma kynlega en þarf þó ekki að vera, því eitt getur verið að gerast á einum vígstöðvum og á sama tíma, annað á öðrum.

Athyglisvert er að sjá að töfravopnin bandarísku, reynast rússneska hernum ekki eins skeinuhætt og við var búist og því er það, að Rússar sækja fram á einum stað en eru í basli á öðrum.

Hvers vegna svo er vitum við ekki en getum giskað á að varnarviðbúnaður hafi ekki verið nægur á svæðinu (Kúrsk), sem síðan kallar á skýringu á, hvers vegna svo var.

Það er gömul saga og ný, að mönnum og þjóðum gengur stundum illa að koma sér saman og mannkynssagan greinir frá endalausum átökum svo langt aftur sem við getum komist og því hlýtur að vera heimilt að spyrja:

Ætlum við aldrei að þroskast upp úr þessu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband