Höfn við Alviðruhamra?

Í Heimildinni er sagt frá hugmyndum sem upp hafa komið um höfn við Skjámynd 2024-08-16 072021Alviðruhamra.

Hugmyndin gengur út á að byggð verði höfn við hamrana og að hún yrði síðan notuð til útflutnings á vikursandi.

Að komnar séu fram hugmyndir um að gera mögulegt að nýta þá efnismyndun sem Katla hefur skapað á umliðnum öldum er áhugavert.

Áður gengu þær hugmyndir út á, að vikurinn yrði fluttur út frá Þorlákshöfn og að honum yrði ekið þangað á flutningabílum, eftir veikbyggðu vegakerfi Suðurlands.

Það hugnast mönnum ekki sérlega vel og þessi hugmynd hlýtur að teljast betri, reynist hún vera framkvæmanleg en í henni er jafnvel velt upp þeim möguleika, að vikursandurinn fari á færiböndum til hafnarinnar.

Gera má ráð fyrir að höfnin gæti einnig nýst sem aðstaða til annarra flutninga, ef af henni verður.

Skjámynd 2024-08-16 072039Á myndinni, sem fylgir greininni í Heimildinni, sést hvernig hamrarnir voru árið 1995.

Á þeim er viti sem settur var upp árið 1929 eftir því sem fram kemur í greininni, auk þess sem sæluhús mun vera á staðnum.

Reynist þetta raunhæfur möguleiki, myndi það verða til þess að í stað hafnleysis yrði höfn á suðurströndinni, auk þess sem gera má ráð fyrir að vikursandurinn yrði fluttur til skips með raforku, sem vonandi fæst framleidd hvað sem einkavinum náttúrunnar líður.

Við þurfum víst ekki að hafa áhyggjur af því að Katla gamla standi sig ekki í efnisframleiðslunni hér eftir sem hingað til, svo dugleg sem hún hefur verið á undanförnum öldum við þá framleiðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband