15.8.2024 | 07:40
Stríðsrekstur kostar bæði peninga og mannslíf
Í grein undir fyrirsögninni ,,As Israel Wages Genocide, Its Economy Is Buckling" er sagt frá stöðunni í Ísrael eftir stríðsreksturinn að undanförnu.
Skemmst er að sega frá því að það tekur í efnahag þjóðar að standa í stríði og það þó sá sem herjað er á, hafi ekki hina minnstu burði til að taka á móti því sem yfir hann gengur.
Það er þyngra en tárum taki að horfa upp á að þjóðin sem þurfti að sæta glæpaverkum nasista í ,,Seinni heimsstyrjöldinni", skuli sitja uppi með leiðtoga sem virðast lítt skárri en þeir sem þá stóðu í óhæfuverkum.
Aðferðin er öðruvísi og er með því yfirlýsta markmiði að ,,eyða skuli Hamaz".
Eitt er yfir alla látið ganga og afsökunin er sú, að öðruvísi sé ekki hægt að taka á málunum, því Hamaz liðar séu innan um almenning.
Aumari getur afsökunin varla verið þegar verið er að réttlæta þjóðarmorð!
Það er óþarft að rekja söguna að baki stofnunar Ísraels en þó gott að rifja það upp, að ríkið var stofnað eftir að heimstyrjöldinni lauk og að ekkert tillit var tekið til þess að landið var byggt fyrir og að svo hafði verið frá ómunatíð.
Við sem erum kristin vitum hvernig fór fyrir Jesú, manninum sem boðaði frið meðal manna.
Það kemur fram í umfjölluninni sem hér er stuðst við að stríðsreksturinn sé farinn að taka í fyrir Ísrael en hæpið er, að það verði samt til þess að stöðva stríðið.
Við getum aðeins vonað að menn sjái til sólar og hætti glæpaverkunum.
Ekki tók ritari eftir að minnst væri á framlag íslensku ríkisstjórnarinnar til stríðsrekstrarins og er það með ólíkindum, að ekki megi finna framlög úr vösum smáþjóðarinnar í þessa hít, sé tekið mið af hve örlát hún hefur verið á peninga þjóðar sinnar í stríðsrekstur gegn Rússlandi.
Á íslenska ríkisstjórnarheimilinu er ekki sama hvað er um að vera þegar kafað er í veski almennings; það er ekki sama hver drepur hvern, hver sprengir hvern og yfirvegun er frekar lítil þegar kemur að fjárútlátum til stríðsrekstrar annarra þjóða.
Hin litla og friðsama þjóð velur sér sem sagt verkefnin ekki af yfirvegun og óhreinkar sig ekki á hverju sem er!
Að þessu sögðu óskum við þess að friður komist á milli þjóða, hvar í heiminum sem þær eru og að til valda komist fólk, sem sækir í frið en ekki ófrið.
Hvar sem það er statt og fer með völd, eða sækist eftir völdum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.