Stríðið í austri

Styrjöldin milli Rússlands og Úkraínu er til umfjöllunar í sænska miðlinum Expressen og svo er að sjá sem þar sé verið að staðfesta það sem áður hefur komið fram en frekar lítið hefur verið haldið á lofti, vaðandi Skjámynd 2024-08-14 072614skemmdarverkin á Nord Stream gaslögnunum.

Þar segir að þýskur dómstóll hefur lýst eftir úkraínskum kafara, sem þýskir rannsakendur vilja hafa tal af vegna skemmdarverkanna og að það hafa verið gert í júní.

Þá er sagt frá því að rannsóknin sé unnin í samstarfi við þýsku miðlanna  Süddeutsche Zeitung og Die Zeit ásamt sjónvarpsstöðinni ARD  og Expressen.

Í greininni segir að alríkissaksóknaraembætti í Þýskalandi hafi borið kennsl á ,,þrjá einstaklinga" sem séu grunaðir og þ.á.m. 44 ára gamlan kafara sem sé eftirlýstur vegna málsins.

Nafn kafarans er gefið upp og sagt vera Volodymyr Zhuravlov sem sé 44 ára gamall maður sem sé eftirlýstur vegna málsins.

Þessi mannskapur mun hafa verið hluti af fimm manna áhöfn skútunnar Andrómedu og það er sem maður kannist við að hafa séð nafn hennar nefnt fyrr til sögunnar vegna þessara atburða.

Það hafði gengið á ýmsu vegna gasflutninga frá Rússlandi til vesturs áður en lagnirnar voru eyðilagðar og ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, sem talist gætu ábyrgir fyrir verknaðinum.

Úkraínumönnum þóttu lagnirnar ekki vera alslæmar, þar sem a.m.k. sumar þeirra lágu gegnum land þeirra, sem bauð upp á ýmsa góða kosti, eins og s.s. það, að ,,krækja" sér í gasslurk hér og þar á leiðinni, sem raskaði vissulega svefni bjarnarins í austri en gat yljað á köldum dögum.

Nú er það ekki í boði lengur því ekkert gas streymir eftir lögnunum og því gerum við ráð fyrir að ylur berist úr vestri, úkraínskum almenningi á vetrardögunum sem nú eru framundan!

Annars er það af þessum málum að segja, að undrun vekur hve rússneski Skjámynd 2024-08-14 075458björninn svaf fast á verðinum varðandi varnir Kúrsk, því a.m.k. í um áratug ef ekki lengur, hefur það verið aðall hinna úkraínsku að ráðast á varnarlítinn almenning á Donbas svæðinu eins og mörgum mun vera kunnugt.

Og því þá ekki Kursk?

Úkraínum tókst þó núna það sem þeir hafa verið að brasa við um langan tíma og það er að kveikja eld í kjarnorkuveri!

Það hefur staðið í þeim, varðandi kjarnorkuverið sem myndin er af.

Líklega hefur þess verið betur gætt, auk þess sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna hafa verið þar við eftirlit á köflum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skemmdarverkið á Nord Stream gasleiðslunni skiptir engu máli, hún hefði hvort sem er ekki verið notuð í fyrirsjáanlegri framtíð.

Hördur Thormar (IP-tala skráð) 14.8.2024 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband