Skólamálin

Á mbl.is hefur verið umfjöllun um stöðu skólamála og þá einkum með tilliti til svokallaðra samræmdra prófa, sem full þörf virðist vera, að veita athygli.

Skjámynd 2024-08-13 071802Hér er lítið dæmi um það sem ritað hefur verið um skólamálin í Morgunblaðið að undanförnu (klippan er frá 12/8/2024).

Þar hefur verið drepið á ýmislegt hvað varðar stöðu skólakerfisins og satt að segja kemur þar þeim margt á óvart, sem ekki er innvígður og innmúraður í það sem er og hefur verið að gerast á þeim vettvangi. 

Björn Bjarnason fyrrverandi  menntamálaráðherra hefur skrifað greinar um skólamálin og það sem þar hefur verið til umræðu og verður að telja líklegt að hann hafi nokkuð góða þekkingu og yfirsýn yfir þennan málaflokk.

Skólamálin hafa verið á forsjá Vinstri grænna á tíma núverandi ríkisstjórnar og því ætti ekki að koma á óvart, að ekki sé allt eins og best getur orðið í þessum málaflokki. 

Þó er rétt að taka fram, að þau sem sitja í ríkisstjórn og undir forystu stjórnmálaflokks af þessu tagi hljóta líka að verða að axla sína ábyrgð á því hvernig málum er komið.

Eitt dæmið er, að hringlað hefur verið með svokölluð ,,samræmd próf” yfir í próf sem ekki eru samræmd. 

Við sem erum ekki innmúruð inn í kerfið eigum e.t.v. erfitt með að skilja muninn og þó, því í orðunum liggur að ,,samræmd próf” séu sambærileg á milli skóla. 

Ritari er kominn á þann aldur að hann er ekki með börn í skóla en barnabörn eru vissulega stödd þar og því er það, að áhugi vaknar þegar umræða sem þessi fer af stað. 

Málaflokkurinn hefur fallið undir Vinstri græn í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi og þó það samstarf hafi verið brösugt á ýmsan hátt, hefur ritari ekki frétt fyrr, af vinstrigrænum skringilegheitum á vettvangi skólamála, þó en játa verð, að við því hefði mátti búast. 

Björn sér ástæðu til að tjá sig um málið og því má gera ráð fyrir að eitthvað sé athugavert og vonandi verður hlustað á það sem hann leggur til málanna. 

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geta ekki firrt sig ábyrgð á því sem hefur verið að gerast á þessu sviði, því þeir bera óbeina ábyrgð á því að vera með Vg í ríkisstjórn og lengst af undir forystu þeirra.

,,Vinstri græn eru græn", sagði maður einn um daginn við þann sem þetta ritar og lagði mikla áherslu á síðasta orðið.

Sá vildi meina að það væri náttúran sem lægi þar undir en við vitum flest að ekki stendur steinn yfir steini á því málasviði heldur. 

Ekki í atvinnumálum né umhverfismálum og nú ekki í menntamálum eins og Björn Bjarnason og fleiri hafa bent á.  

Þessari stöðu þarf að breyta og það sem fyrst.

Flokkurinn sem við er stuðst, er sem betur fer á á leið út af þingi í næstu kosningum ef fer sem horfir.

Sem vonlegt er, því það eru takmörk fyrir hvað ,,háttvirtir” kjósendur láta bjóða sér.   

Flokkarnir tveir, sem í ríkisstjórninni sitja með Vg-ingum geta samt ekki skorast undan ábyrgð, þó víst sé að þeir muni gera sem þeir geta til að hreinsa sig af málinu. 

Þegar menntamáli komandi kynslóðar eru í ólestri fyrir tilstuðlan stjórnvalda, þá er illa komið og háttvirtum kjósendum, sem svo eru kallaðir á tyllidögum.

Þeim kemur málið við og munu væntanlega segja sína skoðun í næstu kosningum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband