Virkjanaframkvæmdir, eða ekki..,

Í Morgunblaðinu þann sjötta júlí var viðtal við forstjóra Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðra virkjanaframkvæmda.

Skjámynd 2024-07-23 082759Fyrirsögn greinarinnar er ,,Hærra álverð skilar meiri ábata" og mynd af viðtalinu fylgir hér með, trúlega illlæsileg en fréttina má finna í blaðinu (6.7.2024).

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar, vonast til þess að framkvæmdir geti hafist við frekari virkjanir í Þjórsá, reiknar með að Hvammsvirkjun verði fremst í röðinni og að framkvæmdir þar hefjist seinna í sumar.

Gera má ráð fyrir að vinstrigræningjar ýmiskonar muni ýfa kambinn við að sjá þetta, nema að svo sé komið, að þeim sé með öllu siginn larður enda fáir eftir í söfnuðinum.

Sagt er frá þróun álverðs en eins og kunnugt er, þá hefur það farið hækkandi og er covit19 nefnt sem ábyrgt í því efni en við teljum að ýmislegt fleira komi til, eins og t.d. stríðsrekstur vestrænna þjóða gagnvart Rússlandi vegna Úkraínu.

Hörður forstjóri Landsvirkjunar, bindur vonir við að Búrfellslundur og Hvammsvirkjun verði að veruleika, það fyrrnefnda er vindorkuver en það síðarnefnda virkjun í Þjórsá.

Skerðingar á raforku sem stafa af orkuskorti, hafa haft neikvæð áhrif á rekstur m.a. álveranna en eins og flestir munu vita, þá veldur orkuskortur minnkandi framleiðslugetu og þar með minnkandi tekjum fyrirtækjanna, þ.e. bæði Landsvirkjunar og viðskiptavina hennar.

Það eru fjögur verkefni í farvatninu þ.e. vindorkuverið í Búrfellslundi og Hvammsvirkjun, ásamt stækkun Sigölduvirkjunar og Þeistareykja.

Hvernig þetta gengur, fer væntanlega talsvert eftir því hvernig orkuandstæðingar standa sig í skemmdarstarfseminni.

Þeim virðist vera þorrinn máttur sem stendur og vert er að vona að svo verði áfram, því að vilja breyta um í orkumálunum á þann veg, að nær allt gangi fyrir raforku en berjast á sama tíma gegn því að hún sé framleidd á vistvænan hátt, gengur ekki upp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband