30.7.2024 | 08:23
Barnseignasamdráttur og fleira
Við finnum það á pyngjunni að hagurinn er að versna, flest sem okkur langar til að kaupa er dýrara í dag en það var í gær og á morgun verður það enn dýrara.
Það er víðar sem staðan er þessu lík og til dæmis er bandarískur almenningur farinn að finna fyrir því og í DR er sagt frá viðlíka ástandi.
Japanskt fólk á barnseignaraldri er hætt að eiga börn af ýmsum ástæðum, eins og t.d. þeim að það þarf að vinna meira í dag en í gær o. s. frv.
Hér eru það vaxtakjörin sem miklu valda en það segir samt ekki alla sögu, því þau eru viðbrögð við ástandi efnahagsmála í þjóðfélaginu.
Ríkisstjórnin hefur verið brokkgeng svo vægt sé til orða tekið og við sem höfum haft gaman að því að sitja á hestum vitum hvað það þýðir!
Þegar hver höndin er upp á móti annarri í ríkisstjórnarsamstarfi er ekki von á góðu.
Kannski verður þessu bjargað með ,,kynlegu skuldabréfsútboði eða einhverju enn sérkennilegra.
Við vitum aldrei hverju verður tekið upp á næst og það eitt og sér er alveg nóg til að valda óvissu.
Almenningur getur ekki ráðist í skuldabréfaútgáfu af því tagi sem nefnt var hér að ofan og því tekur fólk til annarra ráða.
Það er t.d. auðveldara að reka litla fjölskyldu en stóra, útlátin eru minni, plássþörfin líka og sagt var frá því, að til stæði að koma upp hjólhýsahverfi í Reykjavík og líklegt er að það sé gert til að létta á þörfinni fyrir húsnæði.
Þau sem búa í hjólhýsum búa ekki í íbúðum, svo einfalt er það!
Ferðamannastraumurinn er að minnka, sem betur fer segir Vegagerðin, sem er í vandræðum með að fjármagna viðhald á vegum og enn meiri vandræðum með að finna aura til að búa til nýja vegi!
Trúlega eru það þó frekar þungaflutningar sem slíta vegunum mest þ.e.a.s. flutningar sem gætu farið fram með strandferðaskipum.
Sú aðferð við flutninga, slítur ekki vegum og ekki heldur sjónum segir björninn!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.