Hvalveiðar og matur í Evrópu

Þeim tókst að koma málum svo fyrir að ekki verða stundaðar hvalveiðar þetta sumarið.

2024-06-29 (25)Í fyrra gáfu þau ekki út leyfi til veiða fyrr en komið var haust og Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn létu sér vel líka.

Þannig virkar ríkisstjórnarnefnan sem nú situr við völd og er samsett af þremur ólíkum flokkum.

Eitt eiga þeir þó sameiginlegt flokkarnir þrír sem ríkisstjórnina mynda og það er að vilja sitja að völdum svo lengi sem sætt er.

En að öðru, því nú er komin í ljós ,,hin hliðin“ á því að gaslagnirnar voru sprengdar og sem varð til þess, að ódýrt rússneskt gas barst ekki til Evrópu.

Í stað þess að lifa við yl og notalegheit lifir evrópskur almenningur við óvissu.

Óvissu um hvort það sem er í buddunni, dugi fyrir orkureikningnum og líka fyrir matnum og öllu hinu.

En þegar syrtir að, þá er sem mönnum leggist eitthvað til og nú berst áburður til evrópskra og hann kemur frá landinu sem verið er að stríða við!

Skjámynd 2024-07-04 075209 Manni leggst alltaf eitthvað til, var sagt áður fyrr og nú sannast, að það gildir enn.

Rússar nota óselda gasið til framleiðslu á áburði sem notaður er til framleiðslu landbúnaðarvara og áburðinn má selja til landanna í Evrópu vestanverðri.

Það kom sem sagt ,,krókur á móti bragði“: Gasið nýtist til framleiðslu áburðar sem selja má til landbúnaðarframleiðslu, því allir þurfa að borða og til verður matvara sem sér til þess að allir verða saddir, eða hvað?

Ekki er það nú alveg víst, því til eru þau, sem svo illa eru haldin af Rússahatri að þau vilja heldur svelta en borða mat, sem orðið hefur til með því að nota áburð frá Rússlandi.

En það verður ekki við öllu séð og því snúa menn sér á hina hliðina og reyna að láta sig dreyma um ,,eitthvað annað“.

(Fyrri klippan er úr Heimildinni en sú seinni úr Morgunblaðinu)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég vil koma því á framfæri að hvalkjöt er úrvalsmatur. Einhvernveginn er búið að koma því svo fyrir að hvalkjöt er ekki selt í búðum á Íslandi og á fáum veitingastöðum, jafnvel þegar Kristján fer til veiða.

Nú þarf að halda uppi fyrirspurnum hversvegna þetta er þannig? Vilja ekki Íslendingar borða hvalkjöt lengur út af áróðri? Eða eru þrýstihópar að valda þessu neðanjarðar?

Hvalkjöt smakkast eins og nautakjöt, nema fituminna. Eiginmaður móðursystur minnar vann við að verka þetta í hvalfirði. Amma eldaði þetta reglulega.

Þetta var til í búðunum fyrir ekki svo löngu, síðan til dæmis í Nóatúni, sem var með úrval kjötvara, en hvarf í Hruninu eins og svo margt annað gott.

Á að leyfa áróðri að eyðileggja markaði fyrir svona vörur?

Það eru varla vísindaleg rök fyrir að hætta hvalveiðum, ef veidd er tegund sem ekki er í útrýmingarhættu. Tilfinningarök, ekkert annað?

Ingólfur Sigurðsson, 4.7.2024 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband